10.5.08

Gottblogg

Loksins er biðin á enda. Ég er að fara að vinna aftur eftir langann vetur og langa bið. Það var vitað frá upphafi að ég væri ráðinn í sumarstarf en nú er ég kominn inn aftur og vona auðvitað að ég fái lengri ráðningu. Loks búið að semja til skamms tíma um kjör og ákveðin bjartsýni í gangi. Vissulega er ekkert gefið en maður vonar að næsti vetur verði ekki eins langur og sá sem er að líða. Það er ekki yfir neinu að kvarta sossum en maður vill alltaf meira. Það verður brill þegar vissan um framtíðarstarf er til staðar.
Það er líka smá stress að hugsa til þess að það verða 200 manns fyrir aftan mann sem "vita" að maður kann til verka og kemur þeim örugglega á leiðarenda. Reyndar veit ég að ég get það með góðu. Helsta stressið er það sama og þegar ég fór fyrst í loftið, tala við farþegana og að ef það eru menn sem til þekkja að dæma hvernig maður stendur sig á lokasprettinum. Snertingin er alltaf loka einkunin. Hugga mig við þá vitneskju að ég er snillingur. Ég er góður í þessu og elska mitt starf. Þetta er best í heimi.
Ef ég ætlaði mér að verða ríkur umfram ánægju í starfi þá hefði ég lagt áherslu á seinna námið.
Elska þetta starf. 40.000 hp með annari hendi og bara hamingja á bestu vél í heimi... hvað er betra.

Nú vantar bara tvo hluti.... Íbúð og að búa ekki einn í henni.

Engin ummæli: