20.4.05

Nokkur atriði sem fara gríðarlega í taugarnar á mér...

Háskólinn í Reykjavík kemur til með að vera í Vatnsmýrinni...
Það á að selja Landsímann...
Það á að fella þungaskattinn af Díselolíu og hækka verðið á henni upp í 10% hærra en bensín...
Vitlitlir menn (og konur) hafa ákveðið að flugvöllurinn skuli fara úr Vatnsmýrinni þrátt fyrir að öll rök séu á móti því...

Ég er að velta því fyrir mér hvort það hljóti ekki að vera að ákvarðanir sem þessr séu ekki teknar vegna þess að menn sem hagnast á svona viðskiptum taka ákvarðanirnar en ekki almenningur. Grasrótar samtök eru látin leggja línurnar og rökin sem þau færa fyrir máli sínu eru í það besta "af því bara, mér finnst það..."
T.d. er verið að kvetja fólk víðsvegar um heiminn til að aka á díselbílum frekar en bensín vegna mengunar, en íslensk stjórnvöld fara hina leiðina og hvetja fólk til að nota frekar bensín með því að hafa það ódýrara. Hvað er að?
HR verður í Vatnsmýrinni þar sem uppbyggingarpláss er dreifðara en í Garðabænum og mun minna áberandi auk þess sem samgöngur koma alltaf til með að verða vandamál þarna. Hverju lofuðu borgaryfirvöld þeim sem ákvörðunina tóku eiginlega? Hverju var stungið í vasann hjá þeim? Hrein skammsýni. Hvað er að?
Flugvöllurinn á að fara þrátt fyrir að skila Reykjavík meira en 16 miljörðum á ári í tekjur og veita 1100 manns störf. Sjúkraflug hverfur, aðgangur að stofnunum minkar fyrir utanbæjarfólk og viðskipta sambönd við landið versna. Borgir víðsvegar um heim eru að reyna að koma sér upp sambærilegum völlum og líta hingað til samanburðar. Mengunin á svæðinu, sem sumir hafa notað sem rök fyrir brottför vallarins, er sú minnsta í borginni og stafar nær eingöngu af nálægð við Miklubraut. Það á einnig við um hávaða mengun, ótrúlegt en satt. Hvað er að?
Það á að selja eina að gróðavænstu stofnunum landsins til einkaaðila sem fá þá einokunarvald á spott prís. Ég gaf aldrei samþykki mitt fyrir þessu. Ég hef engann hug á að selja minn hlut. Hvað er að?

Það er kominn all svakaleg skítafíla af þessari ákvarðannatöku sem er í höndum svo fárra hér á landi. Ég veit ekki hvað er hægt að gera í þessu og ég veit að íslendingar koma ekki til með að láta mikið í sér heyra. Þessi litla þrjóska þjóð er ákveðin í að láta traðka á sér og kingja öllu sem í hana er hent. Helst að einstaka menn bölvi í hljóði þar sem þeir sitja hálf sofandi yfir kvöldfréttunum og láti þar við sitja. Á meðan eru aðrir að maka krókinn með almanna eigum.

Kanski væri rétt að færa stjórnina bara til Stórfyrirtækja sem eru að hugsa til framtíðar en ekki fortíðar. Þar eru menn til í að skoða hlutina í samhengi og leita lausna sem virka.

Nýtt slagorð "Baugur á þing, áfram Ísland"

2.4.05

Laugardagur

Það er hádegi á laugardegi. Það eru hellingur af hlutum sem ég á eftir að gera en nenni ekki að birja á. Þetta er alveg fáránlegt. Ég ætlaði að fara á æfingu þegar ég vaknaði og dreif mig í sturtu. Sem er hálf kjánalegt því að þegar ég hugsaði málið þá notaði ég það svo sem afsökun til að fara ekki. Af hverju að fara í sturtu fyrir æfingu?? Þvílíkt bull. Svo var það morgunkaffið og ætlaði svo jafnvel að setja í nokkrar þvottavélar. Ég sá ekki fram á að ég næði að setja í nema eina áður en ég þarf að mæta upp í skóla svo ég bara slepti því. Það er þá betra að fara bara að læra. Nema að ég ætlaði að koma við niðri á velli fyrst og sjá hvort ég hitti ekki einhverja gaura þar sem eru að fara í loftið eða að koma. Það reyndar tekur ekki svo langann tíma að ég þarf ekkert að stressa mig. Svo tíminn er enn bara að líða. Þá eginlega tekur það því ekki að fara að læra áður en ég mæti á skólakynninguna heldur fer frekar í smá stund þegar hún er búin. Svo planið núna er að gera ekki neitt í smá stund, kíkja svo í kaffi niður á völl og skreppa svo á kynningu hjá sameinuðum skólum THÍ og HR og sjá svo hvort ég fer ekki að læra smá. Nú reyndar datt mér í hug að koma við í Yamaha umboðinu og kíkja á BT-1100 og MT-01 sem eru gríðarlega flottar græjur. Þetta er draumurinn! Svo er það líka XT-660R
sem er stærri útgáfan af hjóli eins og ég átti einu sinni. Allt flott hjól sem koma til með að smell passa í skúrinn hjá mér. Nú er bara að eignast skúr. Alla vega verð ég nú að fara að koma mér af stað með tímasóunina svo það verði eithvað eftir að deginum fyrir það sem ég á að gera.

Ber allra landsmanna kveður að sinni.