23.5.06

Nokkurra daga blogg

Best að reyna að halda sér við efnið...

Jah! Það má segja að skólinn sé loks búinn. Var í síðasta prófinu í morgu og er að vona að ég hafi náð því í þetta skiptið. Það er skömm frá því að segja að ég hafi fallið í þessu til að byrja með þar sem ég þurfti ekki nema 2 á prófinu. Meira að segja ekki nema 1,75. En tókst engu að síður að klúðra því með 1,68. Ekki að grínast með þetta, fékk bara 1,68 og munaði 0,07 til að ná. Mér til huggunar var að meðaleinkunin var 2. Þetta var 30% lokapróf sem ég fór með 4 inn í og taldi þetta ekki geta klikkað. Við vorum 3 sem féllum og einn var veikur. Við vorum 2 úr mínum bekk en einn sem átti þetta eftir á 4. önninni og hann er líklega hættur í skólanum svo hann mætti ekki. Hinn sem féll í mínum bekk fór á fund kennarans sem fór yfir prófið með honum og hækkaði hann um 0,3 sem dugði. Ég hafði líka farið á fund en hann var alls ekki á að leifa mér að sleppa. Svo við vorum 2 í prófinu en hinn var búinn að ná kúrsinum fyrir prófið svo hann þurfti bara að mæta.
Kennara greiið var ákveðinn í að við skildum ná þessu núna svo hann kom tvisvar inn og skoðaði þetta hjá okkur (aðallega mér þar sem hinn er frekar vel gefinn) og leiðrétti þær villur sem hann sá og skrifaði niður þær jöfnur sem "okkur" vantaði (mér). Samt náði ég ekki nema 2 dæmum alveg og einum lið af nokkrum í tveim öðrum dæmum. Samanlagt voru þetta 5 dæmi. Mér reiknast til að fyrsta dæmið er allavega hálf rétt hjá mér eða meira sem eru þá 0,5-0,75 jafnvel 1,0 og annað dæmið 1,5 þar sem ég veit að það er rétt hjá mér svo ég ætti að vera búinn að ná. Svo bullaði ég tóma steypu í næstu dæmum sem ætti að geta lyft mér upp um kanski 1,0 í viðbót. Ég bara hlít að vera búinn að ná þessu. OSSO ALLIR Á BÆN!..

Í síðustu viku, það er á þriðjudag, byrjaði ég að vinna hjá fyrirtæki hér í bæ við vörumóttöku. Stend úti á palli og tek við vörum sem eiga að fara út á land, raða þessu á bretti og rúlla á bása eftir hvert draslið á að fara. Fallegur vinnustaður með rómatísku byrtuleysi, rökkvað með ryki, fallegu steypugólfi og metnaðarfullum samstarfsmönnum sem rölta um í heimspekilegum þönkum. Ég tel þetta einfaldlega of gott til að vera satt svo ég fór og sótti um aðra vinnu í dag og það er verið að skoða enn aðra fyrir mig annarsstaðar. Þarna eru menn ekki að velta sér uppúr einhverju þunglyndi. Menn eru held ég sokknir niður og komir út hinummegin. Þegar ég var farinn að spá í BM aftur, eftir 3 daga, datt mér í hug að kanski væri bara best að skoða sig betur um. Reyndar líkar mér illa að gefast upp svona snemma þar sem mér líður eins og ég sé að bregðast fólki með þessu. Ef ekkert annað býðst verð ég bara að bíta á jaxlinn og reyna að halda ógeðheilsunni á kantinum. Byrja að slefa og falla í hópinn.
Það bara væri næs að komast í vinnu sem óþjálfaðir simpansar eru ekki ofmenntaðir í. Reyndar verð ég líka eitthvað í flögrinu svona á kvöldin svo kanski það bjargi mér.
Ég veit að yfirmaður minn vill gjarnan halda í mig og leyfir mér að ráða hvaða stöðu ég tek þarna. Get farið að keyra, verið á næturvöktum, lyftara eða hvað sem er en þá er ég ekki með reglulegann vinnutíma sem kemur niður á kennslunni hjá mér.
Núna er ég með hjartað í sokkunum að safna krafti og kjarki til að mæta á morgun en ég er búinn að vera í fríi síðan á föstudag vegna prófsins í dag. Besta fríið mitt lengi.

Ég er að bíða eftir að mína tölur komi upp, það hlítur að styttast í það með hverjum degi sem líður. OSSO ALLIR Á BÆN!..

Nú skulu allir hugsa um eitthvað fallegt og horfa á alla fallegu hlutina í kringum sig. Ég ætla að fá mér kaffi og vindil.

SálarBerið.

13.5.06

Vrá kúl

Var næstun búinn að leifa mér að skrifa alls ógáðum....

12.5.06

Föstudagsblogg

Gleðin er tvíblendin, ef það er hægt.
Þetta er síðasti kennsludagurinn í vetur og ég nennti ekki að mæta. Lá á koddanum í morgun og las, fékk mér svo kaffi og slappaði af fram yfir hádegi. Já þetta er búinn að vera hálfgerður sunnudagur nema vegna þess að ég hef verið að taka til í dósasöfnunar haugnum mínum. Vel á 4. hundrað drykkjar ílát fóru í endurnýtingu. Þetta fjármagnar jammið í kvöld.
Það veldur mér vonbrigðum hversu fáir í bekknum ælta að láta sjá sig þegar Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á fyllerí. Loksins að þessi blessaði flokkur gerir eitthvað fyrir mig. Líklega hella þeir alla fulla og þegar fólk vaknar á morgun verður það flokksbundið. Góð leið til að ná í nýliða. Reyndar gæti ég trúað að fleiri flokkar gerðu þetta ef þeir hefðu efni á meira en einni kippu í einu.
Það sem heillar mig mest við þetta jamm er að samkvæmt skráningunni í vísindaferðirnar sem farnar verða á undan, sem ég mæti ekki í, er meirihlutinn stelpur. Það er aldrei slæmt.
Þeir sem mig þekkja brosa líklega út í annað þar sem þeir vita að þó ég endi á eyðieyju með 200 kvennmönnum endaði ég líklega sem besti vinur þeirra allra og svo ég vitni í mynd sem ég sá um daginn: álíka mikil kynvera og lampi.

Ætli það sé ekki best að fara að koma sér í skapið og ná sér í smá öl fyrir helgina. Þarf að safna fleiri ílátum til að fjármagna fleiri partý í framtíðinni.

HnattBerið kveður að sinni.