12.5.06

Föstudagsblogg

Gleðin er tvíblendin, ef það er hægt.
Þetta er síðasti kennsludagurinn í vetur og ég nennti ekki að mæta. Lá á koddanum í morgun og las, fékk mér svo kaffi og slappaði af fram yfir hádegi. Já þetta er búinn að vera hálfgerður sunnudagur nema vegna þess að ég hef verið að taka til í dósasöfnunar haugnum mínum. Vel á 4. hundrað drykkjar ílát fóru í endurnýtingu. Þetta fjármagnar jammið í kvöld.
Það veldur mér vonbrigðum hversu fáir í bekknum ælta að láta sjá sig þegar Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á fyllerí. Loksins að þessi blessaði flokkur gerir eitthvað fyrir mig. Líklega hella þeir alla fulla og þegar fólk vaknar á morgun verður það flokksbundið. Góð leið til að ná í nýliða. Reyndar gæti ég trúað að fleiri flokkar gerðu þetta ef þeir hefðu efni á meira en einni kippu í einu.
Það sem heillar mig mest við þetta jamm er að samkvæmt skráningunni í vísindaferðirnar sem farnar verða á undan, sem ég mæti ekki í, er meirihlutinn stelpur. Það er aldrei slæmt.
Þeir sem mig þekkja brosa líklega út í annað þar sem þeir vita að þó ég endi á eyðieyju með 200 kvennmönnum endaði ég líklega sem besti vinur þeirra allra og svo ég vitni í mynd sem ég sá um daginn: álíka mikil kynvera og lampi.

Ætli það sé ekki best að fara að koma sér í skapið og ná sér í smá öl fyrir helgina. Þarf að safna fleiri ílátum til að fjármagna fleiri partý í framtíðinni.

HnattBerið kveður að sinni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bjössi minn, þú verður bara að koma fastur inn og alls alls ekki fara inn í vinahringinn. Það er algjört bann. Ef að þú finnur að stelpukindin er að fara að líta á þig sem vin, þá er komin tími til að hlaupa. Þú þarft ekki fleiri vini. Það sem þú þarft er ein góð kærasta og hana nú. Ekkert meira vinakjaftæði takk. Þegar þú ferð inn í vinahringinn kemstu aldrei þaðan aftur. Það er mjög sjaldgæft að vinir fái sjens, þekkist aðeins í örfáum tilfellum (Hjalti og Erna og svo búið).

Vertu bara kúl á því og forðastu alla vináttu eins og heitan eldinn.

Svona drífðu nú í þessu og komdu svo með hana í heimsókn til okkar í Seattle.

kv. Erna

Skoffínið sagði...

heyr heyr....engar fleiri vinkonur, það er bara rugl bull og vitleysa. Bara ríða sjúga sleikja og annað kemur bara ekki til greina. ehhhh er þetta nokkuð familíublogg ;)