29.4.06

Laugardagsblogg

Það telst til tíðinda að mér takist að vakna snemma. Meira að segja á skóladögum. Ég er einfaldlega ekki morgun maður. Í dag er laugardagur og ég fór á fætur klukkan átta, já ég fór á fætur klukkan 8 á laugardags morgni og tel það nógu fréttnæmt til að leifa heiminum að njóta þess með mér. (ekki að ég hafi haft einhverja sérstaka nautn af því þannig séð) Málið er að pabbi var að fara í eitthvað stadista dæmi vegna auglýsingar með karlakórnum sínum og bað mig að koma með. Ég ætlaði ekki að nenna því en stundum gerir maður svona hluti með familýjunni. Það kom mér því á óvart þegar ég mætti í eldhúsið að pabbi var stunginn af. Ein af ástæðunum var að ég átti að vera hálftíma fyrr á ferðinni og hin var að foreldrarnir áttuðu sig á því að það var dresscode og ég er ekki maður sem veð í jakkafötum svo það gekk ekki upp. Ég nennti ekki að skríða aftur á koddann svo það var bara kaffi og rólegheit þangað til systir mín mætti með öll 4 börnin til að fara með múttu í eitthvað kirkjudæmi. Svo var kíkt á námsefni, svo komu allir aftur og ég passaði skarann meðan fólkið skrapp og svo var stungið af í ræktina. Nú sit ég á amokka og bíð eftir bekkjarfélögum til að leysa verkefni sem á að skila eftir helgi.
Það kom félögum mínum jafn mikið og mér sjálfum að heyra mig segja að þetta væri bjórlaus helgi. Svo segja má að þetta sé tímamóta helgi á ýmsann hátt. Enginn bjór og vakna snemma. Þetta hljóta að vera skýr ellimerki. Svo ekki sé talað um að maður hafi líka farið og sprikklað. Ég ætla ekki að fara fögrum orðum um heilsuátak mitt þar sem ég er að sötra latte og reykja vindil svo ég held þessu í jafnvægi.

Gaurarnir eru mættir svo ég kveð í bili.

Hnattberið út.

1 ummæli:

Skoffínið sagði...

Kabúmm!!!!
(þetta var ég að springa úr hamingju yfir því að þú ert byrjaður að blogga aftur)

:)