26.10.06

Kwíðablogg

Já viti menn. Það er enn og aftur að líða að tíma prófa, dymmasta skammdegis og kvíðakasta. Botnlaus hamingja. Ekki bara það heldur virðist sagan frá í fyrra ætla að endurtaka sig. Flugfélögin að auglýsa og með inntökupróf í miðjum skólaprófum. Síðast endaði ég á að þurfa að taka upp tvö fög sem ég kenni umsóknarferlinu um. Vissulega vona ég eins og venjulega að þetta skipti ekki máli þar sem ég bara fæ vinnuna í þetta skiptið svo útkoma prófanna verði ekki atriði (og svo allir að krossa fingur). Væri næs að fá ráðningu og geta hafið venjulegt líf sem skattgreiðandi þegn með íbúðarskuldir, eigandi afgang fyrir bensíni og hrísgrjónum. Það væri líka kúl að vera bara í útlöndum að sleikja sólina á launum eftir eitt ár. Best að slappa af með bjartsýnina. Einbeita sér að því að komast í ferlið.
Reyndar er einn hængur á... eitt skýrteinið mitt er að renna út og það er lítill tími til að redda því fyrir umsóknir auk þess sem það kemur líklega til með að kosta um 150kall að redda þessu. Sorglegt. Og þetta gerist á hverju ári.

Eins og venjulega blogga ég á kaffihúsi með massífann koffínskjálfta. Nennti ekki að sitja við reikninga uppi í skóla lengur og stakk af. Stundum bara þarf maður að reikna ekki.

Kominn tíma á næsta bolla og letikast.

Kvíðaberið kveður.