29.11.04

wooo hooo!

Jahérna hér.... Það ótrúlegt hvað mig langar til að koma miklu frá mér og út á netið núna. Ég ætla bara ekki að gera það. HaH! Gott á ykkur. Þið skrifið aldrei comment svo ég ætla ekki að skrifa neitt handa ykkur í dag. Ég er ekkert bitur. Svolítið þunnur, en ekki bitur.

Múahhaaahaahahahaha!

berið út.

26.11.04

Kvíði chmíði...

Það er ótrúlegt hvað kvíði getur farið illa með mann. Ég hef haft of mikið að gera og ekki nægann tíma til að sinna því sem ég þarf undanfarið. Þetta endaði næstum illa fyrir viku síðan. Síðasta föstudag gleymdi ég öllu flugdótinu mínu uppi í skóla og þaut í vinnuna. Það höfðu verið nokkur próf í vikunni og gengið mis vel. Ég fékk áhyggjur að því hvort ég myndi yfir höfuð ná nokkrum fögum, það var mikið að gera í vinnunni. Ég kom heim upp tjúnnaður, með áhyggjur yfir því hvort ég væri búinn að týna flugdótinu, fann ekki hleðslutækið af tölvunni og var viss um að ég hefði fokkað upp félagsskap við einstakling sem er farinn að skipta mig svolítið miklu máli. Svo var ég ekki viss um hvort ég hefði efni á að borga námskeið sem ég var á á kvöldin og það var búið að loka kortunum mínum. Ég talaði við vin minn í útlöndum sem kom mér á rétt ról eftir að ég hafði farið upp í skóla og fundið dótið og hleðslutækið var fyrir framan mig allann tímann. Svo kíkti ég út í smá öl og slökun með félögunum. Ég þurfti þó nokkra öl til að ná mér niður en það tókst.
Hjálpin kom úr allt annari átt en ég átti von á. Það var skólafélagi minn sem dró mig á æfingu eftir að ég hafði stundað kyrrsetu í nærri 8 vikur. Á mánudaginn fór ég og lyfti aðeins og á þriðjudag fór ég í Body Pump. Þvílikar sperrur mar. En mér leið 150% betur eftir átökin. Hugur og líkami virðast hafa áhrif hver á annann. Ótrúleg uppgötvun hjá mér sem ég held að allir viti reyndar. Mæli með hreyfingu við stressi. Ekkert tunnel vision lengur og fullur bjartsýni... svona næstum.

berið út...

24.11.04

Prófraun

Ég hef ekki verið þessi týpa sem stundar prófkvíða í miklum mæli hingað til. Ég held að nú sé að verða breyting þar á. Ég hef verið svona passlega bjartsýnn hingað til á að þetta komi allt til með að bjargast, en nú þega önnin er að líða undir lok er ég orðinn viss um að ég kunni minna en þegar hún hófst. Ég var í stærðfræði prófi í vikunni og skeit upp á mitt bak. Bremsufar upp á milli herðablaðanna. Kennara greyið reyndi að gefa mér fyrir alla þá viðleitni sem ég setti í þetta og náði að toga mig upp í ca 4,5 sem er bara ekki nóg. Ég er reyndar að verða svolítið pirraður á kennaranum. Hún talar mónatónískt og stöðugt þegar hún er að að útskýra og sleppir öllum milliliðum þangað til niðurstaða næst. Ef maður fylgir ekki alveg eftir og reynir að skilja allt sem hún er að gera dettur maður aftrurúr og nær ekki að halda í og missir af dæmunum og lendir í því að hún strokar út áður en maður nær að skrifa. Ef maður spyr svo hvað hún var að gera í dæmunum þá hættir hún að tala eins og allir hljóti bara að skilja þetta alltsaman og talar við mann eins og maður sé 5 ára. Hún er bara að kenna þeim bestu. Hinir eru fyrir. Tefja bara. Nú er ég skít hræddur við prófin hjá henni.

Ég vona að það verði ekki svona mikið að gera utan skólanns á næstu önn. Reyndar vona ég að ég verði bara farinn að flögra fyrir vorið. Stöðugar tekjur í góðu djobbi og hafi efni á að standa í skilum við alla lánadrottna.

15.11.04

Jibbí

Ég er búinn að vera á hvolfi allt of lengi. Ég reyndar slappaði rosalega af um helgina. Svaf og lék mér á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt. Í síðustu viku sat ég MCC (multi crew cooperation) námskeið hjá Flugskóla Íslands frá 17:00-22:00 á hverjum degi. Það er sossum gott og blessað. Núna þarf ég að taka twin IFR PFT (Tveggjahreyfla lyndflugsréttinda stöðupróf) og er að æfa mig fyrir það. Svo fer ég í flughermi að æfa mig í að vinna með öðrum í stjórnklefa næsta föstudag. Þetta er allt sama mjög gaman en tekur geggjaðann tíma.
Toppurinn á þessu öllu er að ég er að fljúga vél sem ég hef aldrei prófað og er mun kraftmeiri en ég hef reynslu fyrir. Piper Aztek
sem er mjög skemmtileg þegar það eru bara 2 um borð og ekki mikið eldsneyti. Tveir 250 hp mótorar er gaman. Svo var bara húrrað inn í ský sem er upplifun sem ég hef ekki prófað að ráði síðan 1998 og það var líka gaman. Komst samt fljótlega að því hvað það er hrillilega auðvelt að verða gersamlega áttavilltur þegar maður sér ekkert nema hvítt og engann sjóndeildarhring. Vélin er mjög fljót að gera eithvað sem maður vill ekki að hún geri og verður að vera með alla athygli við flugið. Sem er gaman. Og þessi vél fer nærri helmingi hraðar en vélin sem ég lærði blyndflug á hér um árið svo það er nóg að gera við að stilla tækin, mælana, halda vélinni á trakki, fikta í motoronum, cowlflöpum, flöpum, halda hraða, muna að setja hjólin niður og fleiri smáatriði á mun skemmri tíma en ég lærði á. Gaman. Núna er soldið slæmt að Sænski Læchnirinn skuli ekki vera á landinu til að ræða þetta með mér. Í staðinn verð ég bara að angra umheiminn með bullinu og það er ekkert sem þið getið gert í því. Nema fara á aðra síðu... HAHA!!

Berið út.

3.11.04

Heimur Haltrandi Er!

Það fór eins og ég grunaði. Bush vann kosningarnar í Bandaríkjunum. Maðurinn sem átti aldrei að verða forseti til í upphafi mun sitja annað kjörtímabil. Ég verð að líta á þetta sem alþjóðlegt slys en því miður virðist enginn geta lappað uppá aðstæður. Það bauðst tækifæri til þess en bandaríska þjóðin ákvað að það væri bara best að skvetta salti í sárið og haltra til framtíðar. Það mun þó allavega ekki skorta tilefni til hláturs haldi kappinn áfram á sömu braut þar sem flestir virðast líta á manninn sem skemmtilega fígúru en ekki einn valda mesta mann heims. Sem er eiginlega hálf hættulegt því þá eru menn jafnframt að segja að einn valdamesti maður í heimi sé bara hlægilegur og það er bara allt í lagi. Þetta er auðvitað staðfesting á því að Bush er ekki eins heimskur og hann læst vera því annars hefði hann aldrei getað blekt þjóð sína til að kjósa sig aftur. Bandaríkja menn munu halda áfram að taka það sem þeir vilja í nafni velvilja (ekki að þeir hafi ekki alltaf gert það sossum) og menn og konur allra landa munu þurfa að skelfa á beinunum næstu árin í óvissu hvort þeir verða skotnir sem terroristar. Nema þeir auðvitað séu fullkomlega sammála Bush um skilgreiningu á hvað er terroristi en það eru að því sem ég kem næst allir sem hugsa ekki eins og Bush. Svo stefnan er enn að drepa alla öfgamenn. Get ekki að því gert að mér finst þessi setning lýsa kallinum fullkomlega.

Berið út...

1.11.04

Jabb,jabb,jabb!

Er hægt að vera latari en ég? Satt að segja er ég ekki viss. Þegar ég er einusinn kominn heim á kvöldin nenni ég ekki að læra. Ég bara get ekki hugsað mér að gera neitt annað en að leggjast í dvala og bíða eftir að fara að sofa til að vakna í skólann daginn eftir. Ef ég læri ekki í skólanum, læri ég ekki neitt orðið. Reyndar er ég alltaf í skólanum framm undir kvöldmat ef ég þarf ekki að fara að vinna svo kanski er þetta ekki al-slæmt.. En til dæmis núna er ég að bulla hér en ekki að læra. Sem er vannýting á tíma. Jæja... Ætla að horfa á sjónvarpið í smá stund og fara svo að lesa Laxdælu.

Berið..............