Það er ótrúlegt hvað kvíði getur farið illa með mann. Ég hef haft of mikið að gera og ekki nægann tíma til að sinna því sem ég þarf undanfarið. Þetta endaði næstum illa fyrir viku síðan. Síðasta föstudag gleymdi ég öllu flugdótinu mínu uppi í skóla og þaut í vinnuna. Það höfðu verið nokkur próf í vikunni og gengið mis vel. Ég fékk áhyggjur að því hvort ég myndi yfir höfuð ná nokkrum fögum, það var mikið að gera í vinnunni. Ég kom heim upp tjúnnaður, með áhyggjur yfir því hvort ég væri búinn að týna flugdótinu, fann ekki hleðslutækið af tölvunni og var viss um að ég hefði fokkað upp félagsskap við einstakling sem er farinn að skipta mig svolítið miklu máli. Svo var ég ekki viss um hvort ég hefði efni á að borga námskeið sem ég var á á kvöldin og það var búið að loka kortunum mínum. Ég talaði við vin minn í útlöndum sem kom mér á rétt ról eftir að ég hafði farið upp í skóla og fundið dótið og hleðslutækið var fyrir framan mig allann tímann. Svo kíkti ég út í smá öl og slökun með félögunum. Ég þurfti þó nokkra öl til að ná mér niður en það tókst.
Hjálpin kom úr allt annari átt en ég átti von á. Það var skólafélagi minn sem dró mig á æfingu eftir að ég hafði stundað kyrrsetu í nærri 8 vikur. Á mánudaginn fór ég og lyfti aðeins og á þriðjudag fór ég í Body Pump. Þvílikar sperrur mar. En mér leið 150% betur eftir átökin. Hugur og líkami virðast hafa áhrif hver á annann. Ótrúleg uppgötvun hjá mér sem ég held að allir viti reyndar. Mæli með hreyfingu við stressi. Ekkert tunnel vision lengur og fullur bjartsýni... svona næstum.
berið út...
26.11.04
Kvíði chmíði...
Birt af Galdraber kl. föstudagur, nóvember 26, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hvaða einstaklingur?
FORVITNI kabúmmm kabúmmm(ég að springa ef þú skyldir ekki hafa fattað)
Skrifa ummæli