Ég er búinn að vera á hvolfi allt of lengi. Ég reyndar slappaði rosalega af um helgina. Svaf og lék mér á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt. Í síðustu viku sat ég MCC (multi crew cooperation) námskeið hjá Flugskóla Íslands frá 17:00-22:00 á hverjum degi. Það er sossum gott og blessað. Núna þarf ég að taka twin IFR PFT (Tveggjahreyfla lyndflugsréttinda stöðupróf) og er að æfa mig fyrir það. Svo fer ég í flughermi að æfa mig í að vinna með öðrum í stjórnklefa næsta föstudag. Þetta er allt sama mjög gaman en tekur geggjaðann tíma.
Toppurinn á þessu öllu er að ég er að fljúga vél sem ég hef aldrei prófað og er mun kraftmeiri en ég hef reynslu fyrir. Piper Aztek
sem er mjög skemmtileg þegar það eru bara 2 um borð og ekki mikið eldsneyti. Tveir 250 hp mótorar er gaman. Svo var bara húrrað inn í ský sem er upplifun sem ég hef ekki prófað að ráði síðan 1998 og það var líka gaman. Komst samt fljótlega að því hvað það er hrillilega auðvelt að verða gersamlega áttavilltur þegar maður sér ekkert nema hvítt og engann sjóndeildarhring. Vélin er mjög fljót að gera eithvað sem maður vill ekki að hún geri og verður að vera með alla athygli við flugið. Sem er gaman. Og þessi vél fer nærri helmingi hraðar en vélin sem ég lærði blyndflug á hér um árið svo það er nóg að gera við að stilla tækin, mælana, halda vélinni á trakki, fikta í motoronum, cowlflöpum, flöpum, halda hraða, muna að setja hjólin niður og fleiri smáatriði á mun skemmri tíma en ég lærði á. Gaman. Núna er soldið slæmt að Sænski Læchnirinn skuli ekki vera á landinu til að ræða þetta með mér. Í staðinn verð ég bara að angra umheiminn með bullinu og það er ekkert sem þið getið gert í því. Nema fara á aðra síðu... HAHA!!
Berið út.
15.11.04
Jibbí
Birt af Galdraber kl. mánudagur, nóvember 15, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli