3.11.04

Heimur Haltrandi Er!

Það fór eins og ég grunaði. Bush vann kosningarnar í Bandaríkjunum. Maðurinn sem átti aldrei að verða forseti til í upphafi mun sitja annað kjörtímabil. Ég verð að líta á þetta sem alþjóðlegt slys en því miður virðist enginn geta lappað uppá aðstæður. Það bauðst tækifæri til þess en bandaríska þjóðin ákvað að það væri bara best að skvetta salti í sárið og haltra til framtíðar. Það mun þó allavega ekki skorta tilefni til hláturs haldi kappinn áfram á sömu braut þar sem flestir virðast líta á manninn sem skemmtilega fígúru en ekki einn valda mesta mann heims. Sem er eiginlega hálf hættulegt því þá eru menn jafnframt að segja að einn valdamesti maður í heimi sé bara hlægilegur og það er bara allt í lagi. Þetta er auðvitað staðfesting á því að Bush er ekki eins heimskur og hann læst vera því annars hefði hann aldrei getað blekt þjóð sína til að kjósa sig aftur. Bandaríkja menn munu halda áfram að taka það sem þeir vilja í nafni velvilja (ekki að þeir hafi ekki alltaf gert það sossum) og menn og konur allra landa munu þurfa að skelfa á beinunum næstu árin í óvissu hvort þeir verða skotnir sem terroristar. Nema þeir auðvitað séu fullkomlega sammála Bush um skilgreiningu á hvað er terroristi en það eru að því sem ég kem næst allir sem hugsa ekki eins og Bush. Svo stefnan er enn að drepa alla öfgamenn. Get ekki að því gert að mér finst þessi setning lýsa kallinum fullkomlega.

Berið út...

Engin ummæli: