19.11.07

Bara blogg

Skólinn er rétt að klárast þó hann hafi í raun verið rétt að fara af stað hjá mér. Þetta er líklega lang skemmsta skólaár sem ég hef stundað. Hófst nokkuð snemma í sept. og lokaprófin eru búin hjá mér í bili um miðjan nóv. Þá er eftir einn þriggja vikna kúrs í verkefnastjórnun og svo gæti verið að skólagöngu minni sé lokið í bili. Samkvæmt fólkinu sem ég hef rætt við er mér hollast að hætta að reyna að útskrifast þarna. Ég sár móðgaði einhvern með því að láta ekki vita að ég gæti ekki verið í fullu námi svo það var ekki eins vinalegt samtalið um framhaldið eins og ég hefði viljað. Skilaboðin voru furðuleg og ég held ég bíði með skipulagt framhald í þessu námi í bili. Manni er eiginlega gert frekar efitt fyrir þar sem þetta er sett upp sem bekkjarkerfi og takmarkaður tími sem námið má taka.
Svo langar mig í risastórt hús með stórum kjallara og stórum bílskúr og svo margt margt fleira.

15.10.07

PóliTíkusaBlogg

Það eru engar smá breytingar sem hafa átt sér stað hér í borg undan farið. Meirihlutinn fallinn og ný stjórn að leggja drögin að framhaldinu. Ég var sáttur að sjá meirihlutann fara þar sem borgarstjórinn var ekki sannfærandi í sínu djobbi fannst mér. Og mér leist ekkert illa á nýja stjórann. Virðist vera klár og allt það en ég er nett stressaður engu að síður. Til dæmis las ég að eitt af því fyrsta sem ákveðið var af nýja fólkinu var að afskrifa mislæg gatnamót á kringlumýrarbraut og Miklubraut. Ég meina hvað er það??? Hversu marga í viðbót þarf að skafa upp af þessum gatnamótum áður en menn átta sig?? Svo er annað verra. Hnúturinn herptist enn meira í iðrunum þegar ég áttaði mig á því að stefna samfylkingarinnar í samgöngumálum er í alla staði jafn heimskuleg lyfta til tunglsins. Það var samfylkingin sem vildi að flugvöllurinn færi. Ég meina hvað er að??? Það er alltaf möguleiki á að þau hafi áttað sig á þessum heimskupörum fortíðar og viti nú að þetta var náttla bara alger steypa að hugsa svona á sínum tíma. Völlurinn á að vera þar sem hann er. Ég nenni ekki að telja upp af hverju núna enda veit allt heilvita fólk þetta. En ef á þarf skal ég útskýra þetta fyri þessu liði.

19.9.07

Ljóðrænt blogg

Kanski ekki tímabært en rakst á þetta og ákvað að láta það flakka...


A Pilot's Requiem
I hope there's a place way up in the sky,
Where pilots can go on the day that they die.

A place where a guy can buy a cold beer,
For a friend and a comrade, whose memory is dear.

A place where no doctor or lawyer can tread,
Nor an FAA type would ere be caught dead.

Just a quaint little place, kind of dark, full of smoke,
Where they like to sing loud, and love a good joke.

The kind of a place where a lady could go,
And feel safe and protected by the men she would know.

There must be a place where old pilots go,
When their flying is finished, and their airspeed gets low.

Where the whiskey is old, and the women are young,
And songs about flying and dying are sung.

Where you'd see all the fellows who'd flown West before,
And they'd call out your name, as you came through the door.

Who would buy you a drink, if your thirst should be bad,
And relate to others, "He was quite a good lad"

And then through the mist, you'd spot an old guy,
You had not seen in years, though he taught you to fly.

He'd nod his old head, and grin ear to ear,
And say, "Welcome, my son, I'm pleased that you're here".

For this is the place where the true flyers come,
When their journey is over, and their war has been won.

They've come here at last to be safe and alone,
From the government clerk, and the management clone, Politicians and lawyers, the Feds and the noise,
Where all hours are happy, and they're all good ole boys.

You can relax with a cold one, maybe deal from a deck,
This is Heaven my son, You've passed your last check!
01/18/2007

17.9.07

Kuldablogg


Það fer ekki á milli mála lengur að það er að koma vetur. Satt að segja veit ég ekki hversu sáttur ég er við það. Það var meira að segja frosið á bílrúðunni hjá mér í morgun. En það er sossum ekki það versta í þessu því í morgun kom ég í síðasta skiptið frá USA í bili. Mér er svosem sama að það hafi verið USA en málið er að það er að koma að lokum hins prýðilegasta sumars og skóli og aðrir hversdagslegir hlutir að taka við af skemmtilegu djobbi. Bara draga fram stílabækur, lopasokka, stokleður og trefilinn en gefa ekki upp vonina á að vegna mengunar að veturinn verði aðeins þessa vikuna og svo komi sumarið aftur. Það einhvernveginn verður bara allt skemmtilegra þegar það er ekki slydda og slabb.

11.9.07

Kreisý blogg

Þið vitið ekki hvað það er að vera kreisý. Fíflin ykkar. Það er að gera eitthvað sem er annars ekki innan áætlunar. Jah.... þið aumu fávitar.... eitthvað sem er utan þess sem þið gerið reglulega. Mæta í vinnu, fara heim, horfa á fréttir, (ef einhver sem ég þekki horfir eða hlustar á fréttir frá 18-1930 og jafnvel veltir fyrir sér að hlusta eða horfa á seinni eða klukkutíma síðar fréttir), eða iff fukks nóvs horfir á 22 fréttir.... mææn got. Uh... sorry. Ég aðeins tapaði áttum. Ætla samt að benda á að á eftir krabbameini er líklega féttatíminn algengasta dánarorsök heimsinns.
Líklega er krabbamein bara brandari við hliðina á fréttum. Menn rétt komast í gegnum daginn á ör fáum fréttatímum í útvarpi... Menn berjast við vinnuna á lífstauginni eftir að frétta hvað gerðist á fjármálamarkaðnum eða hvort einhver datt af baki fyrir austan. Það gæti jafnvel veri að einhver ung slulka á balkan skaga hafi borið tvíbura.

Ég hér með útnefni frétta fíkla verst upplýsta og heimskasta fólk í heimi. Þið hin sem eruð að lifa í heiminum en ekki að upplifa heimin.... má ég vera með?

27.8.07

Mega blogg

Eða þannig. Það er allt að verða kreisý í verödinni. Farið að kólna og dagurinn að styttast. Hvar endar þetta eiginlega. Fyrr en varir verður komið frost og snjóföl sem endar með slabbi og viðbjóði. Hah! ekki að ég sé neitt svartsýnn en kanski svolítið skygn. Bara veit svo margt.

Nú er komið að bölvi dagsinns. Hvað er með alla helvítis bílstjórana sem hanga stöðugt á vinstri? HAH!!! Ég er búinn að vera að reyna að muna hvort það er ekki í reglunum að menn eiga að halda sig hægra megin og hvort það má ekki sekta þetta hyski eða kanski sparka aðeins í það.
Svo og ef maður keyrir fast á bíl sem er ekki vel lagður að maður fái bætur fyrir það. Eða jafnvel styrk. Kaupa sér Hummer og fara að rekast utaní alla bíla sem taka tvö stæði, leggja fyrir aðra umferð eða við gulann kant. Er þetta lið líka litblynt, og af hverju er ekki einhver gaur í fullri vinnu við að rispa þessa bíla? Og hvað er það að vilja keyra hægar en löglegur umferðarhraði? Og svo jafnvel að toppa það alveg með að keyra á 47kmh eða svo þar sem hámarkið er 60 Á VINSTRI!!!! Helst við hliðina á einhverjum sem keyrir jafnhratt svo það komist örugglega enginn frammúr.
Er að hugsa um að sækja um styrk hjá nýsköpunarsjóði og kaupa mér amerískann fleka til að bömpa svona fólki aðeins af vegunum. Þar með er ég búinn að sýna fram á notagildi amerískra bíla og losa okkur við pirrandi fávita sem flækjast fyrir eðal fólki eins og mér. Bara jákvætt.

Nú ætla ég að skjótast í bíltúr og bölva fólki í umferðinni... Bless í bili
berið.

19.8.07

Haustblogg

Það er kanski ekki svo vitlaust að fara að setja eithvað hérna inn. Ég er mjög stoltur af því að vera einn af verri bloggurum landsins en það verður einhver að hafa það hlutverk og ég tel mig vera að leysa það vel af hendi. Blóm og kransar afþakkaðir... takk takk.
Svona stutta sagan af þessu sumri er að ég enda í nákvæmlega sömu stöðu og ég var í síðustu 12-15 haust. Í skóla að spara fyrir grjónum í grautinn. Þar sem ég geri kröfur nú orðið eru þetta gæða grjón og með auka kanel. Einn góðann veðurdag ætla ég að elda þessi grjón í minni eigin íbúð á eigin eldavél. Þangað til er ég bara sáttur ef gjónin eru elduð.

Annars er þetta búið að vera gott sumar. Loksins að maður kemst í drauma djobbið og flögrar um heiminn á launum. Besta djobb í heimi. Reyndar nær það bara til loka sept. en þá tekur skólinn aftur við með áðurnefndum afleiðingum. Svo er það bara næsta sumar og vonandi næstu ár.

Svo er það bara að lokum... Hvar eru tsjellingarnar??? Nú fer ég loks að verða pirraður.


Kveð að sinni og hver veit nema ég setji eitthvað hér aftur fyrir næsta vor.
Kveð að sinni.

21.7.07

uh... það kom eitthvað uppá....

....búið

Það eru svo margir sem geta bloggað svo oft. Ég er ekki góður í því. Alls ekki. Því bara fer svo fjarri. Veit ekki af hverju en svona er það bara. Kanski er það æfing og kanski bara áhuga leysi hjá mér. Ég held ekki. Ég hef áhuga. Mikinn. Algerlega stjórnlausann áhuga. Þetta er næstum vandræðalegt. Bara verð að vera með blogg. Á stundum erfitt með að ákveða hvað af öllu því sem á fjörur mínar rekur er þess vert að skrifa um. Merkilegt. Alveg merkilegt. Það er bara svo mikið að gerast. Það er í raun allt að gerast. Lífið er bara svo óútreiknanlegt. Einn daginn er maður að gera eitthvað og þann næsta eitthvað annað. Alveg ótrúlegt. Hvern hefði órað. Svo bara stundum er maður að gera næstum ekki neitt og.. úps. Já eitthvað gerist. Ótrúlegt.

Þetta er nóg í dag. Er bara alveg uppgefinn.

Já jÁ...HÁ!.

eR Heill og bið að heilsa...:=)

12.7.07

Blogg


Ég kann að setja inn myndir...Það bara á ekki svo vel við mitt blogg sem er ekki meira en einstaka orð á mánuði miðað við meðaltal.
Það sem mig langar að koma að er að ég er snillingur í að vera betri en aðrir. Sem segir auðvitað að ég er betri en allir hinir... Já... þannig séð. Ég er til dæmis ekki fullkomlega móti dauðarefsingu sem slíkri. Ef það er fullkomlega sannað að viðkomandi hafi framið stórkostegann glæp eins og margföld morð. Jafnvel drepið mann og annann, barn, bæði, lagt í tvö stæði eða við gulann kant. Jafnvel boðið ungmennum áfengi, skynörfandi efni, angrað mig, ekið of lengi á vinstri eða yfir höfuð ekki verið ég. Mig langar í hraðskreyðann brinvarðann bíl til að keyra hraðar en allir sem keyra hægt á vinstri. Til að meiða þá.... slasa þá.... fá þá til að drulla sér á hægri... En þá er mér líka alveg sama svo lengi að allir haldi allavega lágmarki. Ég er nokkuð viss um að ég geti ekki tekið líf að öðrum. En ég miða bara við fólk í því viðmiði. Ef þú kant ekki að keyra og flækist fyrir mér þá ertu fusched eða dáinn. Mér er nokk sama hvort er.
ah...;)
gn.......
Ah slepptli mér lausumm þarna í smá stund...

2.7.07

... Það er ekkert að segja...

Hlustum á góða músík og látum gott heita

11.4.07

Frí blogg

Jahérna. Það hlaut að koma að því að ég gæti staðiði við stóru orðin og skransað í heimsókn til Hjalta í ammríkuna. Hef ætlað að heimsækja hann í þrjú ár en það er ekki fyrr en hann er fluttur alveg hinumeginn á hnöttinn, frá Boston, sem var ekkert svo langt í burtu, og til Seattle, sem er langt í burtu, að ég læt verða að því.
Síðasta vika var ekki sú besta af þeim öllum. Var meira og minna rúmliggjandi með flensu og er ekki enn búinn að jafna mig. Alger draumur.
Það er snilld að vera í fríi frá öllu fríinu heima. Það er ekki það sama að vera í fríi heima og að heiman. Þegar maður er heima hjá sér er alltaf eitthvað sem angrar mann. Það er þvottur, maður ætti að taka aðeins til, fara og redda einhverju, laga eitthvað, mála eitthva o.s.fr.v. Þegar maður er nokkur þúsund kílometra í burtu þá skipta þessir hlutir ekki nokkru máli lengur svo maður getur bara einbeitt sér að því að vera í fríi.

Mikið meira mun síðar...
Berið

13.3.07

Langtímablogg

Það er orðið hálf kjánalega langt síðan ég ætlaði að klára síðasta blogg... Ég allavega ákvað að klára það bara alls ekki. Koma bara með nýtt. Ekki að ég hafi eitthvað merkilegt að segja eða viti nákvæmlega hvað ég ætla að segja.

Til að byrja með get ég þó að minnsta kosti sagt heiminum að ég er búinn með öll námskeiðin og útsrkifaðist 28. feb. síðastliðinn og er nú bara að bíða eftir að fara að vinna í maí. Það var fjarri því að vera leiðinlegur dagur og örugglega langt þangað til ég fæ tækifæri til að "leika" mér á svona tæki aftur. Það hafa eflaust margir gert betur en ég er samt snillingur.

Ég var búinn að tala um það við vinkonu mína að setja inn link á motorhjólið sem mig langar í, sem er eitthvað það fallegasta sem ég hef séð. Hef ekki hugmynd um af hverju þetta hjól festist svona í hausnum á mér en allavega langar mig í svona. MT-01 er málið.

Bið að heilsa í bili
Berið

2.2.07

Er ekki bara allt í rólegheitunum?

Jæja. Það er spurning um að leifa sér að eiga frí er það ekki. Einhverntímann talaði ég um það að ég ætti eftir að læra að vera í fríi. Virðist ekki vera að ég geti lært. Það er komin vika síðan ég kom heim úr svona nokkuð stífu prógrammi og slappaði svo af yfir helgina síðustu.

Það er of langt síðan ég skrifaði fyrstu setninguna í þessu bloggi svo ég ætla að hætta og koma þessu frekar frá mér síðar, annars endar þetta í tómu rugli.

Berið

25.1.07

Barasta að verða búið hérna...

Þá er þessu öllu að verða lokið hérna og haldið heim í fyrramálið. Prófið var í morgun ég er ekki fjarri því að vera bara nokkuð ánægður með mig að vera búinn að þessu. Nú fyrst þarf fólk að vara að velta þvi fyrir sér hvort það þorir að ferðast með flugsamgöngum til og frá Íslandi. Þetta kallar að sjálfsögðu á einn gulann og bróður hanns í kvöld og svo hendast menn sprækir í fyrramálið til London og í flug kl 13:00. Þetta verður bara þægilegt...

Ég kveð lesanda þessara pistla frá útlöndunum sjálfum í bili. Heyrumst í öðru landi.

Berið.

20.1.07

Góður dagur maður...


Hófst á kassanum klukkan 7 í morgun sem þýðir að ég vaknaði klukkan 5:50. Það er svosem gott og blessað. Eftir kassann var brífað og svo var farið af stað til Duxford eftir stutt stopp heima á hóteli. Þar er gríðarlega flott flugsafn Imperial War Museum Duxford. Það má þess geta að í gærkveldi kom síðasti hópurinn sem verður hér í þjálfun af námskeiðinu sem ég er á. Við skrönsuðum öll á safnið mér til mikillar skemmtunar. Ég var slefandi allann tímann. Þvílíkar rellur. Tók nokrar myndir á símann sem skila sér ágætlega. Alla vega var þetta snilld.
Nú fer að styttast í lokin. Jafnvel meira en í gær. Svo ekki sé talaðu um í fyrradag eða síðustu viku. Það að dagurinn hafi verið góður er eitt. Ég hef aftur á móti ekki klúðrað eins mörgum útköllum og í dag síðan skyrið varð til. Væri til í skyr. Ég á bara erfitt með að sjá fyrir mér hversu mikið meira þetta verður á morgun... Úfff.... einhverskonar kvíðatetur læddist að mér. Svona er óvissan. Eða þannig. Ekki eins og það sé einhver spurning um hvort það er styttra á morgun en í gær, bara tekst að flækja þetta fyrir mér. Æi! það skilja þetta allir.
Jæja gott í bili.
Berið.

19.1.07

Tilraun


Sjáum til hvort þetta gengur


Hér eru alla vega myndir...

17.1.07

Latur en engin leiðindi samt.

Það er hægt að fá leið á því að fara út að borða. Ég veit það en hef ekki upplifað það ennþá. Ég fer yfirleitt tvisvar út að borða á dag þessa daganna og kann ekkert illa við það. Væri alveg til í að hafa meira úrval af veitingastöðum þar sem það er oft það sama á listanum hérna en þetta er enn nokkuð bærilegt. En þetta tekur hellings tíma. Ég er nokkrar mínútur að koma mér á staðinn hér en ef ég væri heima þa þyrfti ég að taka mér 10-25 mín í að komast á staðinn. Svo er það tími í að velja 5-10 mín og svo eftir að maturinn komi, 10-30 mín. Þá er það tíminn í að reka þetta niður kokið á sér, ropa nokkrum sinnum og gera upp reikninginn. 25-45 mín og þá á eftir að komast aftur heim. Ég er að gera ráð fyrir að ekki sé farið í lúguna á óætissjoppu í anda Herra Donalds og co heldur eitthvað steikhús, asískt eða þessháttar. Ekki heldur að tala um gryllið eða lækjarbrekku. Bara stað sem selur sæmilegann mat og afgreiðir hann. Svo þegar maður fær matinn er ekkert víst að hann sé góður.
Þetta er allt gott og blessað fyrir þá sem nenna þessu alla tíð og málið er að það er til fullt af fólki sem er að nenna þessu alla tíð. Hef heyrt því fleYgt með stóru G að það verður stöðugt algengara að fólk erlendis kaupi sér íbúðir með engum eldunar græjum. Bara lítill ísskápur og öbbi.
Þetta er fólkið sem kann ekki og nennir ekki að elda. Fer út á hverju kvöldi eða kaupir kúk í pakka til að hita í öbbanum sínum. Það versta er að ég held að þetta fólk nenni ekki heldur að eyða normal tíma í að ná sér í normal mat heldur fer á Herra Donalds og co og drekkur gamla olíu með röri og kingir með bráðnu smöri. Kryddar samt aðeins með majo vini okkar.
En pælingin er samt sú að fólk nennir ekki að hafa eldhús heima hjá sér. Furðulegt.
Er þá bara pizza á jólunum??? Eða er skotist í burger???

Ef einhver náði samhenginu í þessu röfli tek ég enga ábyrgð á geðheilsu viðkomandi. Ef ekki þá á það sama við.

Berið.

14.1.07

Furðulegt

Þessi blogg hér fyrir neðan áttu að koma í gær en þessi síða neitar að koma með svona langt blogg. Meira að segja átti það að koma fyrir hádegi. Jaherna. En það verður framhald síðar.

Berið

Morgunblogg

Búinn að fá mér morgunverð, egg, cornflakes og toast. Alltaf það sama. Ég litið yfir heita borðið hérna á hverjum morgni en ekki fallið í freistni. Baunir og bjúgu koma ekki sterkt inn hjá mér. Meira að segja þykkar sneiðar af óreyktu beykoni og hrærð egg eru ekki að gera sig. Jahérna!
Þriðjungur liðinn af þessu ævintýri og andleg heilsa mín er fullkomin að vanda. Það var frí í gær sem þíðir að ég kíkti á nokkra glasabotna í fyrradag. Það var sossum fínt, gott og ágætt en það var samt ekki mikið við að vera. Við fórum þrír út að borða, báðir kjúklingarnir og checkarinn okkar, á prýðis steikhús hér í bæ og höfðum það notalegt. Viti menn þarna var álitlegt kvennfólk. Lítið af því en samt... þetta þýðir að bretar eiga sér von eða að sagan er sönn. En sagan er bæði stutt og ómertkileg. Er ekki einu sinni saga heldur kenning um að kvennfólkið hér verði orðið fallegt viku eftir að maður kemur hingað.

Framhald að ofan

Nóg af því. Við fengum okkur í tánna þarna sem er svosem ekki merkilegt og eftir að Checkarinn fór héldum við kjúllarnir áfram í smá stund. Sem gat ekki orðið löng stund þar sem allt lokar klukkan 1:00. Þá var skransað á hótelið og haldið áfram með smá öli og viskí. Snáðinn sem er ekki bestur í sterku og búinn með fleiri en 1 G&T og rautt og viskí og bjór var farinn að finna svolítið á sér auk þess að vera illa sofinn og uppgefinn dugði ekki lengi þetta kvöld. Sem var ágætt engu að síður. Svaf til 15:00 daginn eftir og fór ekki útaf herberginu nema rétt til að kaupa hnetur og núðlur. Svo var bara legið yfir sjónvarpinu.
Það er annar kafli. Það er ekkert nema leikjadrasl í sjónvarpinu á föstudögum. Allar stöðvar eru að reyna að fá fólk til að vinna pening. Eitthvað grei stendur í stúdíoinu og babblar tóma vitleisu um að fólk geti ekki tapað ef það hringir inn og svarar einhverri gátu sem er á skjánum. Meira að segja rúlleta þar sem fólk getur lagt undir. Merkilegt sjónvarpsefni.
Nú er kominn tími á að læra aðeins. Förum klukkan 14:00 af stað í kassann og nóg að lesa þangað til.
Berið

10.1.07

Kassablogg

Það er ekki verra en ég hélt að þurfa ekki að standa í daglegu stressi á skerinu. Ég er ekki að meina að það sé ekkert að gera hérna en það er líka enginn að angra mig og ég ræð öllum mínum frítíma sjálfur. Ef mig langar að sitja í baðkarinu og stunda jóga þá truflar mig enginn. Heima er alltaf eitthvað sem þarf að gera eða einvern sem vantar eithvað. Reyndar ætla ég að gera ráð fyrir að á einhverju stigi málsins langi mig ekki að stunda jóga, göngutúra eða löng, köld, þurr böð og vilji helst komast heim í grút skítuga rykuga og illa lyktandi íbúðina mína og hitta fólk sem talar íslensku.
Eitt sem ég sakna nú þegar. Viti menn, það er ekki veðrið, Englendingar virðast ekki kunna að hella uppá gott kaffi. Hvort sem er Latte eða nes. Það er alltaf sama bragðið af því og froðan er eins og lélegt freyðibað þunn og ómerkileg auk þess sem þeir afgreiða það langt yfir suðumarki. Jahérna (hér).
Annað sem ég sakna er íslenskt kvennfólk. Ekki að ég vaði í því heldur bara til að horfa á það. Það er nefnilega ekki bara landslagið sem er stórbrotnara heima heldur er kvennfólkið í allt öðurm klassa. Þær eru nokrar ágætar hérna en ekkert mikið meira en það. Mér datt í hug að allt verulega fallega kvenfólkið hér sé orðið að celebs. Falleg kona verður fræg. Þessvegna er til slatti af frægum breskum konum sem eru fallegar. En þær eru líka ekkert mikið fleiri en það. Breskir karlmenn á Íslandi hljóta að vera eins og smákrakkar í sælgætisverslun. Spurningin er hvort íslenska kvenfólkið er ennþá eins og talað var um að detta flatt fyrir bretanum.

Jæja. Kanski að ég bæti því við að námið gengur ágætlega held ég. Ég kann ekkert að fljúga þotu miðað við síðasta tíma en vonandi rætist úr því á næstu tveim vikum. Eins og bent var á í kvöld myndi miða verð félagsins lækka verulega ef ég ætti að sjá um flugið eins og staðan er í dag.
Gaman að fá að fíkta í svona maskínu vitandi að það drepst enginn ef ég fokka þessu upp.

Heil og sæl þangað til næst.

Berið

8.1.07

Kominn út í hinn stóra heim...

Jæja. Þá má segja að alvaran sé tekin við. Búinn með bóklega hluta námskeiðsins á relluna og kominn til Harpenden rétt norðan við London, rétt við Luton, að læra verklega hlutann. Það verður stíft prógram og búið að lofa mér miklu stressi og sjálfsóánægju. Einhverra hluta vegna hlakka ég samt til. Við byrjum í kvöld tveir úr ráðningunni og verðum fram að miðnætti í kassanum (herminum). Hótelið sem við erum á er kanski ekki það nýjasta og flottasta en ágætt engu að síður. Þarf að vera við barinn til að fá nettengingu sem pirrar mig aðeins, þ.e. að geta ekki verið á netinu uppi á herbergi, en það má öllu venjast. Maður er þá ekki að einangra sig á meðan.
Bærinn er flottur. Hér er allt sem smáborgarar þurfa. Kaffihús, pöbbar, gym og sægur af veitingastöðum sem bjóða upp á allra þjóða rétti. Nema auðvitað Íslenskan mat. Væri kanski ráð að opna stað sem selur svið og róustöppu, slátur og hrútspunga, hangigket og kjötsúpu. Gæti reyndar borgað sig að gera góða markaðsransókn fyrst. Er ekki einusinni viss um að ég færi þangað.
Það virðist ekki vera að bretar hafi frétt af þessu með reykingarnar. Þ.e. að þær eru ekki heilsubætandi. Þó göturnar séu fullar af hlaupurum, alla vega í morgun, þá virðast allir hinur reykja. Ekkert að angra mig. Hélt bara að þetta væri minna. Íslendingar eru greinilega bara nokkuð framarlega með þetta.
Látum þetta duga í bili. Merkilegt hvað ég nenni sjaldan að skrifa en hvað ég skrifa svo mikið þegar ég nenni því.

Berið