Nóg af því. Við fengum okkur í tánna þarna sem er svosem ekki merkilegt og eftir að Checkarinn fór héldum við kjúllarnir áfram í smá stund. Sem gat ekki orðið löng stund þar sem allt lokar klukkan 1:00. Þá var skransað á hótelið og haldið áfram með smá öli og viskí. Snáðinn sem er ekki bestur í sterku og búinn með fleiri en 1 G&T og rautt og viskí og bjór var farinn að finna svolítið á sér auk þess að vera illa sofinn og uppgefinn dugði ekki lengi þetta kvöld. Sem var ágætt engu að síður. Svaf til 15:00 daginn eftir og fór ekki útaf herberginu nema rétt til að kaupa hnetur og núðlur. Svo var bara legið yfir sjónvarpinu.
Það er annar kafli. Það er ekkert nema leikjadrasl í sjónvarpinu á föstudögum. Allar stöðvar eru að reyna að fá fólk til að vinna pening. Eitthvað grei stendur í stúdíoinu og babblar tóma vitleisu um að fólk geti ekki tapað ef það hringir inn og svarar einhverri gátu sem er á skjánum. Meira að segja rúlleta þar sem fólk getur lagt undir. Merkilegt sjónvarpsefni.
Nú er kominn tími á að læra aðeins. Förum klukkan 14:00 af stað í kassann og nóg að lesa þangað til.
Berið
14.1.07
Framhald að ofan
Birt af Galdraber kl. sunnudagur, janúar 14, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli