8.1.07

Kominn út í hinn stóra heim...

Jæja. Þá má segja að alvaran sé tekin við. Búinn með bóklega hluta námskeiðsins á relluna og kominn til Harpenden rétt norðan við London, rétt við Luton, að læra verklega hlutann. Það verður stíft prógram og búið að lofa mér miklu stressi og sjálfsóánægju. Einhverra hluta vegna hlakka ég samt til. Við byrjum í kvöld tveir úr ráðningunni og verðum fram að miðnætti í kassanum (herminum). Hótelið sem við erum á er kanski ekki það nýjasta og flottasta en ágætt engu að síður. Þarf að vera við barinn til að fá nettengingu sem pirrar mig aðeins, þ.e. að geta ekki verið á netinu uppi á herbergi, en það má öllu venjast. Maður er þá ekki að einangra sig á meðan.
Bærinn er flottur. Hér er allt sem smáborgarar þurfa. Kaffihús, pöbbar, gym og sægur af veitingastöðum sem bjóða upp á allra þjóða rétti. Nema auðvitað Íslenskan mat. Væri kanski ráð að opna stað sem selur svið og róustöppu, slátur og hrútspunga, hangigket og kjötsúpu. Gæti reyndar borgað sig að gera góða markaðsransókn fyrst. Er ekki einusinni viss um að ég færi þangað.
Það virðist ekki vera að bretar hafi frétt af þessu með reykingarnar. Þ.e. að þær eru ekki heilsubætandi. Þó göturnar séu fullar af hlaupurum, alla vega í morgun, þá virðast allir hinur reykja. Ekkert að angra mig. Hélt bara að þetta væri minna. Íslendingar eru greinilega bara nokkuð framarlega með þetta.
Látum þetta duga í bili. Merkilegt hvað ég nenni sjaldan að skrifa en hvað ég skrifa svo mikið þegar ég nenni því.

Berið

Engin ummæli: