10.1.07

Kassablogg

Það er ekki verra en ég hélt að þurfa ekki að standa í daglegu stressi á skerinu. Ég er ekki að meina að það sé ekkert að gera hérna en það er líka enginn að angra mig og ég ræð öllum mínum frítíma sjálfur. Ef mig langar að sitja í baðkarinu og stunda jóga þá truflar mig enginn. Heima er alltaf eitthvað sem þarf að gera eða einvern sem vantar eithvað. Reyndar ætla ég að gera ráð fyrir að á einhverju stigi málsins langi mig ekki að stunda jóga, göngutúra eða löng, köld, þurr böð og vilji helst komast heim í grút skítuga rykuga og illa lyktandi íbúðina mína og hitta fólk sem talar íslensku.
Eitt sem ég sakna nú þegar. Viti menn, það er ekki veðrið, Englendingar virðast ekki kunna að hella uppá gott kaffi. Hvort sem er Latte eða nes. Það er alltaf sama bragðið af því og froðan er eins og lélegt freyðibað þunn og ómerkileg auk þess sem þeir afgreiða það langt yfir suðumarki. Jahérna (hér).
Annað sem ég sakna er íslenskt kvennfólk. Ekki að ég vaði í því heldur bara til að horfa á það. Það er nefnilega ekki bara landslagið sem er stórbrotnara heima heldur er kvennfólkið í allt öðurm klassa. Þær eru nokrar ágætar hérna en ekkert mikið meira en það. Mér datt í hug að allt verulega fallega kvenfólkið hér sé orðið að celebs. Falleg kona verður fræg. Þessvegna er til slatti af frægum breskum konum sem eru fallegar. En þær eru líka ekkert mikið fleiri en það. Breskir karlmenn á Íslandi hljóta að vera eins og smákrakkar í sælgætisverslun. Spurningin er hvort íslenska kvenfólkið er ennþá eins og talað var um að detta flatt fyrir bretanum.

Jæja. Kanski að ég bæti því við að námið gengur ágætlega held ég. Ég kann ekkert að fljúga þotu miðað við síðasta tíma en vonandi rætist úr því á næstu tveim vikum. Eins og bent var á í kvöld myndi miða verð félagsins lækka verulega ef ég ætti að sjá um flugið eins og staðan er í dag.
Gaman að fá að fíkta í svona maskínu vitandi að það drepst enginn ef ég fokka þessu upp.

Heil og sæl þangað til næst.

Berið

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vona að þú verðir búin að læra á þessi apparöt áður en ég fer að fljúga með þér:)
Gott að þér gengur vel og takk fyrir kvenfegurðarhrósið, þú áttir væntanlega aðallega við mig í því sambandi er það ekki ???

ps. ertu farinn að nota púka við skriftirnar eða...? ;)