Hófst á kassanum klukkan 7 í morgun sem þýðir að ég vaknaði klukkan 5:50. Það er svosem gott og blessað. Eftir kassann var brífað og svo var farið af stað til Duxford eftir stutt stopp heima á hóteli. Þar er gríðarlega flott flugsafn Imperial War Museum Duxford. Það má þess geta að í gærkveldi kom síðasti hópurinn sem verður hér í þjálfun af námskeiðinu sem ég er á. Við skrönsuðum öll á safnið mér til mikillar skemmtunar. Ég var slefandi allann tímann. Þvílíkar rellur. Tók nokrar myndir á símann sem skila sér ágætlega. Alla vega var þetta snilld.
Nú fer að styttast í lokin. Jafnvel meira en í gær. Svo ekki sé talaðu um í fyrradag eða síðustu viku. Það að dagurinn hafi verið góður er eitt. Ég hef aftur á móti ekki klúðrað eins mörgum útköllum og í dag síðan skyrið varð til. Væri til í skyr. Ég á bara erfitt með að sjá fyrir mér hversu mikið meira þetta verður á morgun... Úfff.... einhverskonar kvíðatetur læddist að mér. Svona er óvissan. Eða þannig. Ekki eins og það sé einhver spurning um hvort það er styttra á morgun en í gær, bara tekst að flækja þetta fyrir mér. Æi! það skilja þetta allir.
Jæja gott í bili.
Berið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli