17.1.07

Latur en engin leiðindi samt.

Það er hægt að fá leið á því að fara út að borða. Ég veit það en hef ekki upplifað það ennþá. Ég fer yfirleitt tvisvar út að borða á dag þessa daganna og kann ekkert illa við það. Væri alveg til í að hafa meira úrval af veitingastöðum þar sem það er oft það sama á listanum hérna en þetta er enn nokkuð bærilegt. En þetta tekur hellings tíma. Ég er nokkrar mínútur að koma mér á staðinn hér en ef ég væri heima þa þyrfti ég að taka mér 10-25 mín í að komast á staðinn. Svo er það tími í að velja 5-10 mín og svo eftir að maturinn komi, 10-30 mín. Þá er það tíminn í að reka þetta niður kokið á sér, ropa nokkrum sinnum og gera upp reikninginn. 25-45 mín og þá á eftir að komast aftur heim. Ég er að gera ráð fyrir að ekki sé farið í lúguna á óætissjoppu í anda Herra Donalds og co heldur eitthvað steikhús, asískt eða þessháttar. Ekki heldur að tala um gryllið eða lækjarbrekku. Bara stað sem selur sæmilegann mat og afgreiðir hann. Svo þegar maður fær matinn er ekkert víst að hann sé góður.
Þetta er allt gott og blessað fyrir þá sem nenna þessu alla tíð og málið er að það er til fullt af fólki sem er að nenna þessu alla tíð. Hef heyrt því fleYgt með stóru G að það verður stöðugt algengara að fólk erlendis kaupi sér íbúðir með engum eldunar græjum. Bara lítill ísskápur og öbbi.
Þetta er fólkið sem kann ekki og nennir ekki að elda. Fer út á hverju kvöldi eða kaupir kúk í pakka til að hita í öbbanum sínum. Það versta er að ég held að þetta fólk nenni ekki heldur að eyða normal tíma í að ná sér í normal mat heldur fer á Herra Donalds og co og drekkur gamla olíu með röri og kingir með bráðnu smöri. Kryddar samt aðeins með majo vini okkar.
En pælingin er samt sú að fólk nennir ekki að hafa eldhús heima hjá sér. Furðulegt.
Er þá bara pizza á jólunum??? Eða er skotist í burger???

Ef einhver náði samhenginu í þessu röfli tek ég enga ábyrgð á geðheilsu viðkomandi. Ef ekki þá á það sama við.

Berið.

Engin ummæli: