27.8.07

Mega blogg

Eða þannig. Það er allt að verða kreisý í verödinni. Farið að kólna og dagurinn að styttast. Hvar endar þetta eiginlega. Fyrr en varir verður komið frost og snjóföl sem endar með slabbi og viðbjóði. Hah! ekki að ég sé neitt svartsýnn en kanski svolítið skygn. Bara veit svo margt.

Nú er komið að bölvi dagsinns. Hvað er með alla helvítis bílstjórana sem hanga stöðugt á vinstri? HAH!!! Ég er búinn að vera að reyna að muna hvort það er ekki í reglunum að menn eiga að halda sig hægra megin og hvort það má ekki sekta þetta hyski eða kanski sparka aðeins í það.
Svo og ef maður keyrir fast á bíl sem er ekki vel lagður að maður fái bætur fyrir það. Eða jafnvel styrk. Kaupa sér Hummer og fara að rekast utaní alla bíla sem taka tvö stæði, leggja fyrir aðra umferð eða við gulann kant. Er þetta lið líka litblynt, og af hverju er ekki einhver gaur í fullri vinnu við að rispa þessa bíla? Og hvað er það að vilja keyra hægar en löglegur umferðarhraði? Og svo jafnvel að toppa það alveg með að keyra á 47kmh eða svo þar sem hámarkið er 60 Á VINSTRI!!!! Helst við hliðina á einhverjum sem keyrir jafnhratt svo það komist örugglega enginn frammúr.
Er að hugsa um að sækja um styrk hjá nýsköpunarsjóði og kaupa mér amerískann fleka til að bömpa svona fólki aðeins af vegunum. Þar með er ég búinn að sýna fram á notagildi amerískra bíla og losa okkur við pirrandi fávita sem flækjast fyrir eðal fólki eins og mér. Bara jákvætt.

Nú ætla ég að skjótast í bíltúr og bölva fólki í umferðinni... Bless í bili
berið.

19.8.07

Haustblogg

Það er kanski ekki svo vitlaust að fara að setja eithvað hérna inn. Ég er mjög stoltur af því að vera einn af verri bloggurum landsins en það verður einhver að hafa það hlutverk og ég tel mig vera að leysa það vel af hendi. Blóm og kransar afþakkaðir... takk takk.
Svona stutta sagan af þessu sumri er að ég enda í nákvæmlega sömu stöðu og ég var í síðustu 12-15 haust. Í skóla að spara fyrir grjónum í grautinn. Þar sem ég geri kröfur nú orðið eru þetta gæða grjón og með auka kanel. Einn góðann veðurdag ætla ég að elda þessi grjón í minni eigin íbúð á eigin eldavél. Þangað til er ég bara sáttur ef gjónin eru elduð.

Annars er þetta búið að vera gott sumar. Loksins að maður kemst í drauma djobbið og flögrar um heiminn á launum. Besta djobb í heimi. Reyndar nær það bara til loka sept. en þá tekur skólinn aftur við með áðurnefndum afleiðingum. Svo er það bara næsta sumar og vonandi næstu ár.

Svo er það bara að lokum... Hvar eru tsjellingarnar??? Nú fer ég loks að verða pirraður.


Kveð að sinni og hver veit nema ég setji eitthvað hér aftur fyrir næsta vor.
Kveð að sinni.