19.8.07

Haustblogg

Það er kanski ekki svo vitlaust að fara að setja eithvað hérna inn. Ég er mjög stoltur af því að vera einn af verri bloggurum landsins en það verður einhver að hafa það hlutverk og ég tel mig vera að leysa það vel af hendi. Blóm og kransar afþakkaðir... takk takk.
Svona stutta sagan af þessu sumri er að ég enda í nákvæmlega sömu stöðu og ég var í síðustu 12-15 haust. Í skóla að spara fyrir grjónum í grautinn. Þar sem ég geri kröfur nú orðið eru þetta gæða grjón og með auka kanel. Einn góðann veðurdag ætla ég að elda þessi grjón í minni eigin íbúð á eigin eldavél. Þangað til er ég bara sáttur ef gjónin eru elduð.

Annars er þetta búið að vera gott sumar. Loksins að maður kemst í drauma djobbið og flögrar um heiminn á launum. Besta djobb í heimi. Reyndar nær það bara til loka sept. en þá tekur skólinn aftur við með áðurnefndum afleiðingum. Svo er það bara næsta sumar og vonandi næstu ár.

Svo er það bara að lokum... Hvar eru tsjellingarnar??? Nú fer ég loks að verða pirraður.


Kveð að sinni og hver veit nema ég setji eitthvað hér aftur fyrir næsta vor.
Kveð að sinni.

Engin ummæli: