15.10.07

PóliTíkusaBlogg

Það eru engar smá breytingar sem hafa átt sér stað hér í borg undan farið. Meirihlutinn fallinn og ný stjórn að leggja drögin að framhaldinu. Ég var sáttur að sjá meirihlutann fara þar sem borgarstjórinn var ekki sannfærandi í sínu djobbi fannst mér. Og mér leist ekkert illa á nýja stjórann. Virðist vera klár og allt það en ég er nett stressaður engu að síður. Til dæmis las ég að eitt af því fyrsta sem ákveðið var af nýja fólkinu var að afskrifa mislæg gatnamót á kringlumýrarbraut og Miklubraut. Ég meina hvað er það??? Hversu marga í viðbót þarf að skafa upp af þessum gatnamótum áður en menn átta sig?? Svo er annað verra. Hnúturinn herptist enn meira í iðrunum þegar ég áttaði mig á því að stefna samfylkingarinnar í samgöngumálum er í alla staði jafn heimskuleg lyfta til tunglsins. Það var samfylkingin sem vildi að flugvöllurinn færi. Ég meina hvað er að??? Það er alltaf möguleiki á að þau hafi áttað sig á þessum heimskupörum fortíðar og viti nú að þetta var náttla bara alger steypa að hugsa svona á sínum tíma. Völlurinn á að vera þar sem hann er. Ég nenni ekki að telja upp af hverju núna enda veit allt heilvita fólk þetta. En ef á þarf skal ég útskýra þetta fyri þessu liði.

Engin ummæli: