Skólinn er rétt að klárast þó hann hafi í raun verið rétt að fara af stað hjá mér. Þetta er líklega lang skemmsta skólaár sem ég hef stundað. Hófst nokkuð snemma í sept. og lokaprófin eru búin hjá mér í bili um miðjan nóv. Þá er eftir einn þriggja vikna kúrs í verkefnastjórnun og svo gæti verið að skólagöngu minni sé lokið í bili. Samkvæmt fólkinu sem ég hef rætt við er mér hollast að hætta að reyna að útskrifast þarna. Ég sár móðgaði einhvern með því að láta ekki vita að ég gæti ekki verið í fullu námi svo það var ekki eins vinalegt samtalið um framhaldið eins og ég hefði viljað. Skilaboðin voru furðuleg og ég held ég bíði með skipulagt framhald í þessu námi í bili. Manni er eiginlega gert frekar efitt fyrir þar sem þetta er sett upp sem bekkjarkerfi og takmarkaður tími sem námið má taka.
Svo langar mig í risastórt hús með stórum kjallara og stórum bílskúr og svo margt margt fleira.
19.11.07
Bara blogg
Birt af Galdraber kl. mánudagur, nóvember 19, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jæja...á ekkert að fara að blogga. Nóg er af flugslysum til dæmis til að slúðra um og gefa okkur skúbb sem heyrist ekki í útvarpinu og svollis!
Skrifa ummæli