17.9.07

Kuldablogg


Það fer ekki á milli mála lengur að það er að koma vetur. Satt að segja veit ég ekki hversu sáttur ég er við það. Það var meira að segja frosið á bílrúðunni hjá mér í morgun. En það er sossum ekki það versta í þessu því í morgun kom ég í síðasta skiptið frá USA í bili. Mér er svosem sama að það hafi verið USA en málið er að það er að koma að lokum hins prýðilegasta sumars og skóli og aðrir hversdagslegir hlutir að taka við af skemmtilegu djobbi. Bara draga fram stílabækur, lopasokka, stokleður og trefilinn en gefa ekki upp vonina á að vegna mengunar að veturinn verði aðeins þessa vikuna og svo komi sumarið aftur. Það einhvernveginn verður bara allt skemmtilegra þegar það er ekki slydda og slabb.

1 ummæli:

Dóa sagði...

Þannig að ég á þá að hætta að líta upp og veifa þegar það fer flugvél rétt yfir hausinn á mér hérna??

Ég bý nefnilega hættulega nálægt Schiphol og stundum fara þær mjöööög lágt yfir... og ég veifaði alltaf ef það skyldi vera þú!

Knús frá útlandinu!