24.11.04

Prófraun

Ég hef ekki verið þessi týpa sem stundar prófkvíða í miklum mæli hingað til. Ég held að nú sé að verða breyting þar á. Ég hef verið svona passlega bjartsýnn hingað til á að þetta komi allt til með að bjargast, en nú þega önnin er að líða undir lok er ég orðinn viss um að ég kunni minna en þegar hún hófst. Ég var í stærðfræði prófi í vikunni og skeit upp á mitt bak. Bremsufar upp á milli herðablaðanna. Kennara greyið reyndi að gefa mér fyrir alla þá viðleitni sem ég setti í þetta og náði að toga mig upp í ca 4,5 sem er bara ekki nóg. Ég er reyndar að verða svolítið pirraður á kennaranum. Hún talar mónatónískt og stöðugt þegar hún er að að útskýra og sleppir öllum milliliðum þangað til niðurstaða næst. Ef maður fylgir ekki alveg eftir og reynir að skilja allt sem hún er að gera dettur maður aftrurúr og nær ekki að halda í og missir af dæmunum og lendir í því að hún strokar út áður en maður nær að skrifa. Ef maður spyr svo hvað hún var að gera í dæmunum þá hættir hún að tala eins og allir hljóti bara að skilja þetta alltsaman og talar við mann eins og maður sé 5 ára. Hún er bara að kenna þeim bestu. Hinir eru fyrir. Tefja bara. Nú er ég skít hræddur við prófin hjá henni.

Ég vona að það verði ekki svona mikið að gera utan skólanns á næstu önn. Reyndar vona ég að ég verði bara farinn að flögra fyrir vorið. Stöðugar tekjur í góðu djobbi og hafi efni á að standa í skilum við alla lánadrottna.

Engin ummæli: