15.4.06

Páskaprófablogg

Það er ekki að ég nenni ekki að blogga. Ég bara hef ekki enn komist upp á lagið með að stunda það þar sem ég fæ mig ekki alveg til að vera stöðugt að segja frá öllu sem ég er að gera. Einkum þar sem ég geri sjaldan eitthvað sem ég held að fólk nenni að lesa um.
Mér datt reyndar eitt í hug sem gerðist þegar ég var í USA ´98 að flögra inn tímum. Eva var að segja frá umsátri sem átti sér stað í Barþelona um daginn sem mynnti mig á þetta.
Alla vega: Þegar ég var þarna úti hafði ég það fyrir reglu að setjast úti í garði á kvöldin og fá mér einn öl áður en ég fór á koddann og aðeins að ná flugvagginu úr skrokknum (þá var í lagi að drekka einn lítinn daginn fyrir flug). Eitt kvöldið í algerri kyrrð birjuðu brjáluð læti í húsinu hinum megin við götuna og um leið og kveikt var á kösturum var öskrað í eitthvað kerfi;" put your wepon down, and put your hands behind your back". Ég náttla hálf gleypti flöskuna og fór að hlusta. Viðkomandi gerði greinilega ekki það sem honum var sagt og lætin héldu áfram. Svona mínútu síðar flaug þyrla 4 metrum yfir hausinn á mér með kastarana á og stöðvaði yfir næsta húsi. (ég var í garðinum og sá þetta ekki alveg en heyrði vel) Ég átti von á á hverri stundu að það kæmi fullvopnaður gaur hlaupandi að mér þegar allt í einu að allt féll í dúnal0gn og lætin stoppuðu. Svo var ekki söguna meir. Púlsinn kom niður einhverjum klukkutíma síðar og ég var einni sögu ríkari. Svona var LA ´98.

Að öðru. Nú eru páskarnir gengnir í garð og stórhátið hjá kirkjunnar fólki. Ég er ekki einn af kirkjunnar fólki svo ég er í raun ekki að missa af neinu þar sem ég er í miðjum vorprófum. Mér til mikillar ánægju er ég nú þegar með vissu fyrir að hafa náð fyrsta prófinu. Mér til mikillar óánægju veit ég ekki með restina. Ég meira að segja er alls ekki viss um hver niðurstaðan verður. Það kæmi til með að pissa mig mikið af ef ég þar að taka endurtekningu í lok maí. Svo er annað... ég er ekki kominn með vinnu í sumar sem er algerlega mér að kenna. Kanínes er búinn að reyna að hjálpa mér en ég, aulin sem ég er, hef ekki nýtt mér það ennþá. Það gæti þýtt að ég fæ kanski ekki tækifæri til að burra á trukkavörubílagræjum með 4o feta gáma í eftirdragi í sumar. Ég verð líka að viðurkenna að ég stressast pínu við tilhugsunina þar sem ég er ekki vanur að keyra stóra bíla með kerru. Stóra bíla já, en ekki með dót í eftirdragi. Það var jú drulluvagn nokkrumsinnum hér einusinni en það er langt síðan og ég man að ég var mjög var um mig á meðan. Svo er líka langt síðan ég burraði stórum bíl síðast.

Nú er nóg í bili og ég ætla að spjalla við mentafólk í útlöndum.

Engin ummæli: