29.9.05

Langt síðan síðast

Sumarið á enda og haustið komið kalt og fagurt... aðallega kalt samt.
Það er bömmer að sumarið skuli ekki vera lengra. Mánuðirnir mættu vera lengri yfir sumarið en nú þegar skólinn er kominn á fullt mættu vikurnar vera lengri í hverjum mánuði. Sem svo kemur aftur niður á sama stað.
Ég var að koma heim úr aukatíma í stærðfræði sem er eiginlega í firsta sinn sem ég læri einhverja stærðfæði í vetur. Kennarinn sem sér um þetta í skólanum er eginlega ekki kennari. Hann er bara góður í stærðfræði. Þetta er allt svo augljóst að það tekur því ekki að kenna það. Hann stendur við töfluna og talar á einhverju tungumáli sem enginn hefur heyrt. Það er með ólíkindum hvað hann kemst yfir mikið efni í hverjum tíma. Verst að enginn veit hvaða efni það er. Samt ekki ólíklegt að tengist stærðfræði á einhvern hátt. En þar sem við kunnum ekki þessa stærðfræði og skiljum ekki tungumálið sem hann kennir hana á. Ég held að sé samt eitthvað form íslensku. Í dæmatímum neitar hann að nota töfluna og það er enginn æstur í að fá hann til að útskýra málið í nálægð. Rotnandi tennur lykta ekki vel. Það væri og gaman að sýna mynd af honum en ég ætla að reyna að lýsa honum.
"S". Svoleiðis í laginu. Horaður með framstæðann haus. Næstum því með krippu fyrir vikið. Svo gengur hann með rassinn begðann inn og svolítið boginn í hnjánum. Hann er með þunnt hár og krullur og krinlótt gleraugu á allt of litlu andliti. Skrækróma og nefmæltur með kolsvartar tennur. Svo er gaman að sjá að hann er stöðugt með svip á andlitinu eins og hann sér hissa á öllu sem hann sér en nákvæmlega sama um það. Af því hversu lítill og horaður hann er bjargar það öllu að hann er alltaf í stórum gögnuskóm. Firir vikið held ég að hann geti ekki dottið eða fokið í vindi. Skórnir halda honum alltaf á fótunum eins og barnaleikfangi með lóði í botninum. En hann er rosa góður í stærðfræði. Hann bara virðist ekki ætla að miðla því til okkar. Hann skrifaði samt kennslubókina og vitnar stöðugt í hana. Hún er bara á sama tungumáli og hann er að reyna að kenna á.

Annars er lífið við það sama. Áskorun á aðra sem búa í heitara umhverfi að kanski blogga smá.