Nú eru jólin svona við það að renna sitt skeið og vambirnar við það að verða fyrir árásum áramótaheitanna um nýjann og betri lífsstíl. Þetta er allt búið að vera hið notalegasta með áti og gjafabröllti þrátt fyrir skuggann sem vofir yfir mér. Ég nefnilega klúðraði prófunum gersamlega. Það er hægt að benda á ýmsar skýringar mér til stuðnings og sú vinsælasta er að ég var í inntökuprófum hjá Flugleiðum á sama tíma. Meira að segja á sömu dögunum. En það þýðir ekkert að væla yfir því. Þetta eru 2 próf sem ég átti ekki von á að ná en nú er öldin önnur. Fékk nefnilega þær fréttir í dag að ég þarf líka að fara í próf í forritun. Og það er fúllt. Fékk 4.5 en þurfti 5. Alger bömmer. Þetta þýðir jafnfframt að ég er að fara í 3 próf á 4 dögum. 2 af þeim sama daginn. Ekkert sérstaklega kátur núna. En það kemur dagur eftir þennan dag (er að reyna að vera bjartsýnn).
Áramótin koma svo á morgun á slaginu 00:00´01´´. Einni sekúndu seinna en venjulega og þjóðin hellir í sig áfengi seg dugir til að sótthreynsa heila heimsálfu. Litli saklausi snáðinn ég ætla aftur á móti að vera rólegur og sötra rautt með múttu og pa til að hafa þrek í próflestur. Þetta er alltaf jafn gaman. Þrusa upp nokkrum rakettum með pabba eins og í gamladaga (nema nú líður mér eins og pabba leið þá, hafandi auga með gamlamanninum). Svo verður kanski eithvað heilsað uppá nokkra félaga og vonandi að maður nái að heylsa loks uppá Ítalíufólkið sem er á skerinu þessa daganna.
Hvað er það annars að við erum ekki búin að hittast? Þetta er náttla alger hneisa. Við erum til skammar.
Allavega er núna kominn tími til að hella sér í stærðfræði í tvo tíma fyrir háttinn.
DumBer kveður að sinni.
30.12.05
Jólapróf
Birt af Galdraber kl. föstudagur, desember 30, 2005
3.12.05
Topp 10 (ekki endilega í réttri röð)
10 mjög fallegar konur sem ég hitti ekki reglulega.
Gwen Stefani
Cate Blanchett
Kate Winslet
Angelina Joly
Nataly Portman
Lindsey Lohan
Salma Hayek
Marisa Tomei
Halle Berry
Drew Barrimore
Winona Rider
Jennifer Tilly
Ég áskil mér rétt til að breita listanum fyrirvaralaust að eigin hentisemi, bæta á hann, taka af honum og stafa nöfnin kolvitlaust. Og í raun stafa hvað sem er vitlaust á þessari síðu.
(Ég var spurður svo ég ákvað bara að setja listann hér...)
Birt af Galdraber kl. laugardagur, desember 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)