4.3.06

Starfskraftur óskast....

Það er of mikið að gera og ég nenni ekki neinu af því. Það eitt að vakna í skólann er að verða of mikið fyrir mig. Skólaleiðinn er að drepa mig og ég kann lítið meira en á síðustu önn sem er slæmt þar sem lokaprófin á þessari eru eftir mánuð. Farinn að standa mig að því að mæta ekki í tíma og vakna ekki á morgnana í þeirri von um að allt reddist. Þetta er að vísu í anda þess sem ég lofaði mér þegar ég tók þá ákvörðun að slaka aðeins á þessa önnina. Bara er held ég að taka þetta of langt. Mætti ekki tvo heila daga í þessari viku og ekki búinn að skoða stærðfræði í nærri tvær vikur. Gefur frasanum að frussa upp á mitt bak nýja merkingu. Það er komin viðvarandi skýtafíla af hnakkanum á mér. Kanski að sturta og klypping dugi?....
Sem kemur að öðru. Ég fór annars í klyppingu um daginn og það var greinilega ekki vön gella sem sá um hárið þann daginn. Hún tók sér sinn tíma og stutt í hliðum var 2 cm. Eftir nokkrar yfirferðir var ég við það að verða sáttur og hún fór að tala um hversu gott það væri að kúnninn léti vel í ljós hvað hann vildi. Jú ég fékk loks stuttar hliðar og hnakka með sæmilegu jafnvægi og sá að hún var alveg að gera sitt besta. Góð þjónusta. En þegar á leið sá ég að það að vera ekki með fagmanneskju þýddi að maður fékk bara það sem maður bað um án nokkurs stíls sem maður er vanur. Núna er ég með það sem ég kalla "kjánaklyppingu" þar sem ég fékk allt sem ég vildi, stutt í hliðum og ekki niður á eyru, stuttann hnakka án þess að vera rakaður og meira ofaná með ekki of síðan topp. Þessi lýsing á eflaust vel við marga þar sem þetta er held ég normal klypping. Samt einhvernvegin passar þetta ekki á hausinn á mér. Ég er eins og eylífðarnörd sem klyppir sig sjálfur. Það besta er að þetta er næstum satt... Ég var nefnilega búinn að klyppa mig sjálfur í 2 mánuði þar á undann með síða lokka, krullaður eins og rolla með stuttar hliðar sem skeggsnirtirinn minn sá um og ekki síst upp krlullaðann hnakka sem leit eingan veginn út eins og sítt að aftan á að vera (sem síðasta klypping sneri svolítið um. Já hlæjið bara ég með sítt að aftan, bara gengur ekki þar sem ég fæ rolluhár sem bara stækkar en síkkar ekki).

Nú er fókið mitt komið frá utlöndum með roð í kynnum og brúna vanga sem segir bara að mitt frí er líka á enda. Það er nefnilega einhvernveginn þannig að ég kann best við mig einn í heilu húsi. Sem svo segir líka að ég verð ekki sáttur fyrr en ég kemst í eigið húsnæði. Það vantar klárlega að ég fái 300 fm. húsnæði gefins með pool herbergi, stúdioi, risa eldhúsi og fullum bílskúr af bílum og mótorhjólum. Tel bara mannréttindi að þetta sé úthlutað með námslánum. Allavega til mín. Bara basic nauðsinjar. Ekkert fúll ef það væri kona með í pakkanum en vildi samt ekki láta ríkisstofnun velja hana fyrir mig. Bara einhverja ríkis gellu.
Hvernig væri ríkis gellan? Líklega bara mjög praktísk. Liti allt í lagi út, ekki dýr í rekstri, ekki í litríkum fötum, talaði ekki um málefni sem eru hita mál, í meðal hæð og þyngd, gæti eignast 1,5 barn (sem er krípí), hefði engann áhuga á peningum, klæddi sig aldrei sexý, hlustaði eingöngu á gufuna, með matinn til klukkann 19:00 á hverjum degi, færi að sofa fyrir 23:00 og væri til í kynlíf 2.3 sinnum í viku (sem er líklega meira en ríkið er til í að viðurkenna) ... o.s.f.r.v... Drauma gellan ekki satt? Tekin beint úr bíó frá 1960. Og líklega yrði ríkisgaurinn jafn leiðinlegur. Bara í gráu, svörtu og með hatt.

Svo skulum við ekki gleima því hversu heimurinn fer ört batnandi... Davíð hættur að bæði ljúga og stela, nú bara stelur hann þegjandi í seðlabankanum (treysti honum álíka vel og rottu í ostabúðinni, mink í hænsnakofa, Jóni Baldvin í ríkinu, hákarli í sundlaug, pabba með rafmagnstæki eða mér fyrir opnum bjór). Gaman að því hvernig hann sagði aldrei neitt af viti. Lagði fram eitthvað sem hann langaði í og gerði svo grín að öllum sem voru ekki sammála. Sönnun þess hversu sterkur hláturinn er. Náði að laga hitt og þetta en tók svo í sinn hlut meira en Bónusfeðgar dreymir um í umbun. Setti bara lög sem hentuðu honum. Sjálfstæðis menn sameinist... allir undir einu flaggi í fötum frá Sævari Karli og sýnum litla manninum að velmegnunin leifi jafnvel litlamanninum að eignast lopapeysu.
Kanski er sjálfstæðisflokkurinn málið. Bara það að þeir líta allir út fyrir mér eins og vondi kallin í James Bond. Með aðeins of sítt hár, í of kúl fötum, nýjasta týska, glottandi af sigurvissu sinni, metnaðurinn uppmálaður, lofandi betri heimi með óskiljanlegu tæknitali og Hollywood glotti. Ég perlónulega treysti næstu hvaða manni sem ég sé á almannafæri í föðurlandinu einum fata betur. Að hlusta á sjálfstæðis mann tala er eins og að hlusta á Viagra sölumann selja tólfbarna faðir töfralausn. Sandsölumann í Sahara. Góður sjalfstæðismaður gæti selt ís á suðuskautinu án bragðefna.
Ég held að við ættum að ráða sjálfstæðismenn í öll sendiráð þar sem þeir geta publiserað land og þjóð. Miðað við hversu marga þeir sannfæra hér á landi er ekki hægt að fá betri umboðsaðila erlendis til að kynna okkur og okkar vörur. Ef ég ætti fyrirtæki sem væri að koma vöru á framfæri kæmi ekki annað til greina en að ráða sjálfstæðismann. Ég gæti flutt inn flatann Pilsner frá Ubruknitistinanuman og fengið sjálfstæðismanninn til að koma honum í verð fyrir mig hér sem hágæða koníaki. Þó ekki væri nema til þeirra sem kjósa þá alltaf blynt eða kjósa þá í erfðir. Mér dettur í hug Ítalskur fótbolti þegar ég hugsa um þetta... Flottir gaurar sem fá endalausar aukaspirnur vegna leikrænna hæfileika. Hefur ekkert með leikinn að gera en það er allt gert til að ná árangri.

En nóg í bili þar sem ég hef ekki gaman af pólitík og spái bara hreinlega ekkert í svoleiðis hlutum...