12.6.06

Bloggidi blogg blogg

Orðið svolítið síðan síðast. En það er bara allt í lagi, því ég er enn hér.

Já það er margt í kjánans kýrhausnum.
Björgin benti mér á að skrifa söguna af kettinum niður svo ég ætla bara að setja hana hér.

Það er köttur hér í hverfinu sem hafur þann vana að gista í stofunni hjá mér. Þó ég sé með gríðarlegt ofnæmi fyrir köttum hef ég leift honum þetta. Hann kemur inn um gluggann þegar ég er að fara að sofa og fer um það leiti sem klukkan vekur mig.
Eitt skiptið var ég seinn á koddann og hann var eitthvað að bardúsa við að koma sér í gluggakistuna hjá mér þegar hann áttaði sig á að ég var enn í stofunni. Það var rigning sem kanski hvatti hann til að kíkja aðeins fyrr en venulega en því miður varð ég að reka hann út. Um leið og ég fór að röfla við hann að hann þyrfti nú að koma sér út horfði hann á mig eins og ég væri eitthvað skrítinn. Þetta væri nú hans heimili á nóttunni en ekki mitt. Svo rölti hann í makindum út og settist á stéttina utan við gluggann og horfði á mig sár móðgaður. Það gerði svosem ekki til þar sem ég hef hann grunaðann um að hafa klifrað inn skömmu síðar. Ég veit að hann kemur inn vegna þess að ég heyri í honum þegar ég er lagstur og aftur þegar ég vakna. Aldrei orðið var við ofnæmi vegna hans. Afar snirtilegur félagi. Nema...

Núna um daginn kom ég heim í grenjandi rigningu og kattar kvikindið var búið að koma sér fyrir í sófanum hjá mér þar sem ég sit yfirleitt og letast. Hann horfði á mig nánast reiður þegar ég kom ínn og birjaði að þusa á hann. Hann skilur mig mjög vel og hlustar alltaf vel og vandlega á það sem ég hef að segja við hann. En núna var hann mjög pirraður. Ætlaði ekki að láta sig nema bara vegna þess að ég er stærri og frekari. Hann hleypur ekki eins og aðrir kettir vitandi að þeir eru að gera eitthvað af sér, heldur röltir rólega af stað og lítur reglulega við og hristir hausinn hneikslaður á framferði mínu. Í þetta skiptið mátti varla sjá að hann var farinn því hann skildi meirihlutann af feldinum eftir í sófanum. Sófinn var hvítur af kattarhárum sem gerði hann ónothæfann fyrir mig. Þetta var meira en hann þoldi svo þegar hann var búinn að losa sig við feldinn í sófann hjá mér, báða sófana, sat hann úti og starði á mig halla glugganum svo hann kæmist ekki inn aftur. ( ef hann ætlar að fara úr hárum hérna verð ég að loka.)

Um nóttina milli svefns og vöku heyri ég skrjáf við höfuðgaflinn hjá mér. Það er ekki óalgengt þar sem ég er með rúllugardýnu sem liggur á gluggakistunni og hreyfist oft í vindi. Nema að ég rétt sé etthvað þjóta framhjá mér þegar ég velti mér við. Mér snar bregður og hálf sest upp í rúminu og skil enganveginn hvað er að gerast. Það tekur nokrar sekúndur að ná púlsinum niður fyrir þriðja hundraðið og auðvitað átta ég mig á að kattarkvikindið er að angra mig. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur inn um þennann glugga. Hann gengur að dyrunum sem liggja inn í stofu, sér að þær eru lokaðar, horfir griðarlega hneikslaður á mig og STRUNSAR aftur til baka upp í gluggakistu, starir á mig mjög ásakandi fyrir að koma í veg fyrir að hann komist í nætursófann sinn og fer sömu leið til baka. Bak við rúllugardínuna og út. Þurfti ekkert að segja þar sem hann var bara að reina að komast í sófann sinn.

Síðan hann kom inn þetta kvöld hef ég þurft að hafa hálf lukta glugga og marg notað hvert einasta súrefnisatóm hérna dag eftir dag.

Svona í lokin langar mig að vita hversu lengi kettir eru að fara úr hárum. Hann er nefnilega góð húshjálp hérna þar sem ég hef þurft að berjast við köngulær og flugur alla tíð þangað til hann fór að koma og halda þessu í skefjum fyrir mig. Fer ekki að vera óhætt að hleypa honum aftur í sófann þegar vika er liðin?

Kattberið kveður að sinni.