Það er orðið hálf kjánalega langt síðan ég ætlaði að klára síðasta blogg... Ég allavega ákvað að klára það bara alls ekki. Koma bara með nýtt. Ekki að ég hafi eitthvað merkilegt að segja eða viti nákvæmlega hvað ég ætla að segja.
Til að byrja með get ég þó að minnsta kosti sagt heiminum að ég er búinn með öll námskeiðin og útsrkifaðist 28. feb. síðastliðinn og er nú bara að bíða eftir að fara að vinna í maí. Það var fjarri því að vera leiðinlegur dagur og örugglega langt þangað til ég fæ tækifæri til að "leika" mér á svona tæki aftur. Það hafa eflaust margir gert betur en ég er samt snillingur.
Ég var búinn að tala um það við vinkonu mína að setja inn link á motorhjólið sem mig langar í, sem er eitthvað það fallegasta sem ég hef séð. Hef ekki hugmynd um af hverju þetta hjól festist svona í hausnum á mér en allavega langar mig í svona. MT-01 er málið.
Bið að heilsa í bili
Berið
13.3.07
Langtímablogg
Birt af Galdraber kl. þriðjudagur, mars 13, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)