Jahérna. Það hlaut að koma að því að ég gæti staðiði við stóru orðin og skransað í heimsókn til Hjalta í ammríkuna. Hef ætlað að heimsækja hann í þrjú ár en það er ekki fyrr en hann er fluttur alveg hinumeginn á hnöttinn, frá Boston, sem var ekkert svo langt í burtu, og til Seattle, sem er langt í burtu, að ég læt verða að því.
Síðasta vika var ekki sú besta af þeim öllum. Var meira og minna rúmliggjandi með flensu og er ekki enn búinn að jafna mig. Alger draumur.
Það er snilld að vera í fríi frá öllu fríinu heima. Það er ekki það sama að vera í fríi heima og að heiman. Þegar maður er heima hjá sér er alltaf eitthvað sem angrar mann. Það er þvottur, maður ætti að taka aðeins til, fara og redda einhverju, laga eitthvað, mála eitthva o.s.fr.v. Þegar maður er nokkur þúsund kílometra í burtu þá skipta þessir hlutir ekki nokkru máli lengur svo maður getur bara einbeitt sér að því að vera í fríi.
Mikið meira mun síðar...
Berið
11.4.07
Frí blogg
Birt af Galdraber kl. miðvikudagur, apríl 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)