Ertu á réttri akrein?
Oft myndast óþarfa tafir á umferð um brautir sem eru með tveimur eða fleiri akreinum vegna þess að ökumenn hanga á vinstri akrein án nokkurrar ástæðu. Vinstri akreinina á að nota til þess að taka fram úr hægfara umferð sem heldur sig á hægri akrein. Þegar þú ert búin að fara framúr skaltu færa þig aftur yfir á hægri akreinina. Ef þú sérð einhvern vera að fara fram úr þér hægra megin þá ertu á rangri akrein. Ef þú ert hinsvegar að koma að gatnamótum eða frárein og hyggst beygja til vinstri þá vitanlega þarftu að halda þig vinstra megin. Stundum er umferð það mikil að hún verður að dreifast á allar akreinar en það er mikilvægt að temja sér það að vera ekki á vinstri akrein að óþörfu. Ef við virðum þessa reglu stuðlum við að betra flæði umferðar auk þess sem komið er í veg fyrir hættulegan svigakstur óþolinmóðra ökumanna. Mundu að það er ekki þitt hlutverk að halda aftur af þeim.
Tekið af síðu umferðarstofu.
Svo vinsamlegast haldið ykkur hægramegin.