25.12.04

Bitri kallinn

Er ég þessi bitra týpa? Jah ég ætla bara að vona það... Mér ber eiginlega skilda til þess. Þó ekki sé nema vegna þess að ég sit einn klukkan 05:30 að nóttu að drekka bjór á aðfangadag. Ég heimta að vera heimsmeistari í bitri. Mér leiðist ekki og ég er ekki beinlínis að vorkenna mér, reyndar alls ekki, mér líður svaka vel og allt en þetta er bara svo biturt. Er bara búinn að vera að leika mér í tölvunni o´sonna. Rétt var að fatta hvað klukkan er. En nú ætla ég að reyna að vera soldið bitur... Jah! Uh! Ég er einn... Já einmitt, það gefur mér rétt á að vera rosa bitur. Þó það hljóti að vera mér að kenna en... (ég er reyndar soldið svektur yfir þessu djöflulsinns Corn mynbandadrasli sem er stöðugt að angra mig á poptíví). Ef einhver er með ráð fyrir mig til að ná í kvennmann er ég alveg til í að hlusta.
Hefur einhver pælt í því hversu vinkonur eru vonlausar í að redda manni stelpum? Maður hefði haldið að gaur sem á fullt af vinkonum væri í topp málum en það er bara alls ekki þannig. Þær benda á allar gellur sem eru vonlausar og segja manni að þarna sé framtíðar konan og segja manni að allt sem mann langar í sé vonlaust. Svo biður maður um hjálp og þær bara gapa en segjast ætla að redda þessu næst. Maður fær auðvitað þau skilaboð strax í upphafi að maður er engan veginn nógu góður fyrir þær sjálfar svo maður velltir því ekki einusinni fyrir sér. Vinkonur þeirra eru líka flestar eithvað gallaðar, ekki nógu góðar eða þaðan af verra að þeirra "mati". Vinir manns aftur eru endalaust spennandi. Vinkonur eru í rauninni með allt á hreinu. Þær vilja hafa mann á lausu svo maður fari með þeim í eða bjóði þeim í partý. Þar kynnast þær vinum og kunningjum sem þær leika sér með en passa að maður nái samt ekki í neitt sjálfur. Ef félaginn nær í gellu er plottið ónýtt. Þær missa boðin svo þær hætta að geta veitt vinina sem eru sure bett. Þær spyrja alltaf um alla félagana hvort þeir séu á lausu eða ekki og fá allar grunn upplýsingar og allt það. En reyndu að gera það sama við þær. Já nei nei. Þú spyrð um þeirra vinkonur og maður fær bara bull. Svo er eitt sem ég hef rekið mig á sem kom mér mikið á óvart varðandi kvennfólk. Allar vilja þær gaur sem myndi alrei halda framhjá en þær eru ekkert að láta gaura á föstu í friði. Það skiptir þær engu. Þær bara vilja og taka. Ég þekki engann gaur sem er á föstu sem gerir meira en að daðra (svona næstum því). Og engann sem er að hitta gellu sem er á föstu. Ég þekki nokkrar stelpur sem eru villtar á eftir gaurum sem eru á föstu. Við virðumst bera meiri virðingu fyrir samböndum annara en þær. Reyndar þekki ég gaura sem hafa misstigið sig á jamminu þegar gellur hálf bjóða sig á staðnum. Ok þetta er orðið soldið flókið. Málið er... Stelpur vilja alveg sofa hjá strákum sem eru á föstu og láta þá ekkert stoppa sig og svekkja sig jafnvel á því ef gaurinn er ekki til í tuskið. Ef þær eru á föstu og sjá sinn gaur lenda í einhverju dæmi verða þær vitlausar. Og þær eru ekki síður, ef ekki meira, til í framhjáhald en stákar. Og ekki gleyma því að það er sama hvor aðilinn klikkar þá er það alltaf gaurnum að kenna.
Þetta með vinkonurnar... Ef ég get gefið ráð þá er það þetta: ekki eignast vinkonur, haldið ykkur bara við vini, og þá alls ekki fallegar. Maður endar með lítið sjálfsálit því þær koma manni flótlega í skilning um að allir vinir mans eru meira spennandi en maður sjálfur. Og þannig vilja þær hafa það. Þær hafa stjórnina. Það er ekki hægt að tala um spennandi hluti við þær eins og bíla og þessháttar. Þær vilja tala um heilann helling af tilfiningum og þessháttar ,sem er stundum í lagi, en þær nenna ekki að hlusta á þín áhuga mál. Þú ert bara beita. Þú ert karlmaður sem umgengst aðra karlmenn og þar liggur þeirra áhugamál. Þær reyna eins og þær geta að spilla fyrir þér svo þær tapi ekki gullnámunni. Svo er það í eðli okkar að vera góðir við þær svo þær lifa lífinu á þinn kostnað (þar sem þú ert í rauninni alveg til í að leggja smá út til að sjá hvort þú eigir nokkurn möguleika sjálfur) en droppa þér svo sem hræðilegum manni fyrir rest þegar þær eru annað hvort búnar að ná í einhvern félaga þinn eða búnar að ríða þeim öllum.

jæja hvernig tókst mér að vera bitur?

19.12.04

Engin próf fyrr en á næsta ári.

Jæja ég náði öllum prófunum. Fór á kostum og fékk meira að segja eina níu og eina níukommafimm. Alger haus. Eða þannig. Svo var bara brunað inn í jólafríi sem verður nánast ekkert þegar ég velti því fyrir mér, en málið er að ég ætla að liggja smá á spítala næstu 2 daga þar sem það á að rista upp á mér nefið og losa 20 ára gamla stíflu. Það verður gaman að geta andað á nóttunni og jafnvel hvílast líka. En... bjartsýni borgar sig í hófi.

Ég fékk mér aðeins í tánna á föstudaginn. Það má benda á að táin á mér tekur ótrúlega lengi við. Ég endaði sótsvartur með bekkjarfélögunum á Gauknum og einni vinkonu minni og er viss um að ég var flestum til ama. Það þorir samt enginn að viðurkenna það fyrir mér. Þar voru dömurnar í bunkum og ég reif kjaft við þær allar sem, ef ég má skjóta því inní, er ekki vænlegt til árangurs. Kvöldið endaði stórslysalaust af minni hálfu en skandalarnir voru ekki langt undan og það verður gaman að sjá hvort allir eru tilbúnir að ræða þetta kvöld og nótt síðar meir. Sætu stelpurnar voru ekki í skapi fyrir mig svo ég fór einn heim og stakk vinkonu mína af. (sorry´skan) Eitt skil ég ekki, ég er allur marinn og blár á bakinu og fótunum. Alveg stór furðuleg. Ég ætla bara að kenna rúminu mínu um þetta.

Berið út.

P.s. Eva mín þú verður bara að hugsa aðeins og rifja upp eldri samræður þá kemur þetta allt saman. Jah! eða hringja.