Jæja ég náði öllum prófunum. Fór á kostum og fékk meira að segja eina níu og eina níukommafimm. Alger haus. Eða þannig. Svo var bara brunað inn í jólafríi sem verður nánast ekkert þegar ég velti því fyrir mér, en málið er að ég ætla að liggja smá á spítala næstu 2 daga þar sem það á að rista upp á mér nefið og losa 20 ára gamla stíflu. Það verður gaman að geta andað á nóttunni og jafnvel hvílast líka. En... bjartsýni borgar sig í hófi.
Ég fékk mér aðeins í tánna á föstudaginn. Það má benda á að táin á mér tekur ótrúlega lengi við. Ég endaði sótsvartur með bekkjarfélögunum á Gauknum og einni vinkonu minni og er viss um að ég var flestum til ama. Það þorir samt enginn að viðurkenna það fyrir mér. Þar voru dömurnar í bunkum og ég reif kjaft við þær allar sem, ef ég má skjóta því inní, er ekki vænlegt til árangurs. Kvöldið endaði stórslysalaust af minni hálfu en skandalarnir voru ekki langt undan og það verður gaman að sjá hvort allir eru tilbúnir að ræða þetta kvöld og nótt síðar meir. Sætu stelpurnar voru ekki í skapi fyrir mig svo ég fór einn heim og stakk vinkonu mína af. (sorry´skan) Eitt skil ég ekki, ég er allur marinn og blár á bakinu og fótunum. Alveg stór furðuleg. Ég ætla bara að kenna rúminu mínu um þetta.
Berið út.
P.s. Eva mín þú verður bara að hugsa aðeins og rifja upp eldri samræður þá kemur þetta allt saman. Jah! eða hringja.
19.12.04
Engin próf fyrr en á næsta ári.
Birt af Galdraber kl. sunnudagur, desember 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli