20.4.05

Nokkur atriði sem fara gríðarlega í taugarnar á mér...

Háskólinn í Reykjavík kemur til með að vera í Vatnsmýrinni...
Það á að selja Landsímann...
Það á að fella þungaskattinn af Díselolíu og hækka verðið á henni upp í 10% hærra en bensín...
Vitlitlir menn (og konur) hafa ákveðið að flugvöllurinn skuli fara úr Vatnsmýrinni þrátt fyrir að öll rök séu á móti því...

Ég er að velta því fyrir mér hvort það hljóti ekki að vera að ákvarðanir sem þessr séu ekki teknar vegna þess að menn sem hagnast á svona viðskiptum taka ákvarðanirnar en ekki almenningur. Grasrótar samtök eru látin leggja línurnar og rökin sem þau færa fyrir máli sínu eru í það besta "af því bara, mér finnst það..."
T.d. er verið að kvetja fólk víðsvegar um heiminn til að aka á díselbílum frekar en bensín vegna mengunar, en íslensk stjórnvöld fara hina leiðina og hvetja fólk til að nota frekar bensín með því að hafa það ódýrara. Hvað er að?
HR verður í Vatnsmýrinni þar sem uppbyggingarpláss er dreifðara en í Garðabænum og mun minna áberandi auk þess sem samgöngur koma alltaf til með að verða vandamál þarna. Hverju lofuðu borgaryfirvöld þeim sem ákvörðunina tóku eiginlega? Hverju var stungið í vasann hjá þeim? Hrein skammsýni. Hvað er að?
Flugvöllurinn á að fara þrátt fyrir að skila Reykjavík meira en 16 miljörðum á ári í tekjur og veita 1100 manns störf. Sjúkraflug hverfur, aðgangur að stofnunum minkar fyrir utanbæjarfólk og viðskipta sambönd við landið versna. Borgir víðsvegar um heim eru að reyna að koma sér upp sambærilegum völlum og líta hingað til samanburðar. Mengunin á svæðinu, sem sumir hafa notað sem rök fyrir brottför vallarins, er sú minnsta í borginni og stafar nær eingöngu af nálægð við Miklubraut. Það á einnig við um hávaða mengun, ótrúlegt en satt. Hvað er að?
Það á að selja eina að gróðavænstu stofnunum landsins til einkaaðila sem fá þá einokunarvald á spott prís. Ég gaf aldrei samþykki mitt fyrir þessu. Ég hef engann hug á að selja minn hlut. Hvað er að?

Það er kominn all svakaleg skítafíla af þessari ákvarðannatöku sem er í höndum svo fárra hér á landi. Ég veit ekki hvað er hægt að gera í þessu og ég veit að íslendingar koma ekki til með að láta mikið í sér heyra. Þessi litla þrjóska þjóð er ákveðin í að láta traðka á sér og kingja öllu sem í hana er hent. Helst að einstaka menn bölvi í hljóði þar sem þeir sitja hálf sofandi yfir kvöldfréttunum og láti þar við sitja. Á meðan eru aðrir að maka krókinn með almanna eigum.

Kanski væri rétt að færa stjórnina bara til Stórfyrirtækja sem eru að hugsa til framtíðar en ekki fortíðar. Þar eru menn til í að skoða hlutina í samhengi og leita lausna sem virka.

Nýtt slagorð "Baugur á þing, áfram Ísland"

2 ummæli:

Skoffínið sagði...

Sammála með háskólann í Reykjavík. Finnst frekar undarlegt að henda honum þarna á svo dýrt landsvæði og þvílíka kraðakið sem verður í bílamálum. Er ekki nóg fyrir borgarbúa að lenda í hákskólatraffíkinni ná morganna? Ekki er á bætandi. Auðvitað hefði náttla verið soldið skrítið að "háskólinn í Reykjavík" væri í Garðabæ en mér fannst það alveg súper bæði fyrir Garðabæ og líka upp á dreifingu á umferð um borgina og svo fannst mér hugmyndirnar um háskólaþorpið þar mun betri. Er ekki annars allt bara í rjómagúddí?????

Skoffínið sagði...

Ætlaru ekkert að röfla meira??? Ég er gríðalega ósatt með að eyða tíma mínum i að hoppa inn á bloggið þitt og fa ekkert nýtt röfl!!!
Ertu kannski í prófum eða ertu kominn með kærustu og mátt ekki vera að því að röfla fyrir vinkonu þína?

Þín Bjössaröflsbloggsoltna vinkona Eva