Það mætti ætla að sumarið væri bara meira en hálfnað. Það er rökkur úti og verslunarmannahelgin þar næstu helgi. Þrátt fyrir magurt sumar er þetta hvað atvinnu varðar skemmtilegasta sumar í langan tíma. Búinn að vera niðri á flugvelli á hverjum degi að gera það sem mér þykir skemtilegast. Flögra. Ég er búinn að vera í loftinu í tæpa 6 klst. í dag í roki og heimurinn ruggar í kringum mig núna... ég er ekkert að spauga með þetta það er allt á flegi ferð. Er hægt að fá flugriðu??? Ég er líka algerlega uppgefinn. Langt síðan ég var svona alveg búinn á því síðast.
19.7.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli