Ég gleymdi þessu í svolítinn tíma en ég verð að svara klukkinu. Þetta eru sömu svör og ég gaf þegar ég var klukkaður síðast en er það ekki pointið... klukk skal vera klukk.
Ok...
1. Ég kúgast geðveikt mikið þegar ég sé fólk naga hluti, gamla
kóktappa, pennalok og þessháttar. Verst af öllu eru rör. Fólk að drekka sama slefdropann aftur og aftur.
2. Ég er sannfærður um að fólk sem vill flugvöllinn úr Reykjavík er
illa gefið, a.m.k illa upplýst.
3. Mér líður vel í hreynu umhverfi og reyni að halda vinnuumhverfi mínu
hreinu en íbúðin mín er full af drasli og alls ekki mjög hrein.
4. Ég er rosalega slæmur í stafsetningu
5. Ég er stöðugt með óþarfa áhyggjur og króníska vöðvabólgu.
Það væri ekkert mál að bæta við þennan lista en látum það vera í bili...
29.10.05
Klukkaður
Birt af Galdraber kl. laugardagur, október 29, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk fyrir!!! Loksins kemur þetta -´búin að bíða í öööfga langan tíma eftir þessu;)
Skrifa ummæli