29.8.06

Skólablogg

Jamm og já.
Það er eihvernveginn auðveldara að blogga á kaffihúsi. Maður er hvort eð er bara að tsjilla og það er best með skrifunum. Ekki að ég hafi eitthvað að segja. Síðustu dagar hafa verið algerlega tíðindalausir. Skólinn að komast á skrið og ég er engann veginn kominn í lærigírinn. Reiknigenið í mér er frekar slapt og startarinn bilaður. Þetta er samt ágætt þar sem það er orðið nokkuð ljóst að ég er ekki í neinum tímum á föstudögum þessa önnina. Reyndar á kostnað þess að fimmtudagar eru hell, en það er þess virði held ég. Samt mættu flestir á föstudaginn til að vinna verkefni sem er ágætt. Maður getur sleppt því að læra fram á kvöld alla daga og átt föstudaginn uppá að hlaupa, eða verið þreittur og þunnur ef því skiptir. Það sem mönnum datt fyrst í hug var að nú höfum við enga afsökun til að sleppa öllum vísindaferðunum sem er vel þar sem við vorum til skammar síðasta vetur og fengum bágt fyrir í bekknum vegna lélegra mætinga. Menn verða að sinna þessum ransóknum fyrst maður er nú kominn í þetta háskólanám. Og stefna HR er að vera með fremstu háskólum á sviði rannsókna. Skál fyrir því.

Er með nýtt orð. Það á að koma í veg fyrir Sambýlingur, meðleigjandi o.s.fr.v. Orðið er Sambúi sem á vel við. Þetta orð var í boði Mömmu.

Svo endilega ef einhver veit um gefins íbúð eða lotto miða með vinningi á látið mig þá endilega vita.

15.8.06

sumarblogg

Hvað haldið þið. Snáðinn er bara í viku fríi.
Þetta er lengsta frí sem ég hef tekið frá því að ég heimsótti Sænska Læchnirinn um árið. Og það voru heilir 2 dagar. Og það var lengsta frí frá því að ég var 12 ára. Reyndar tóku flugnemarnir mínir snemma við sér þegar það fréttist að ég væri á leiðinni í frí. Fór að fljúga í morgun og fer aftur klukkan 20 í kvöld, en það er svosem ekki slæmt. Gaman að flögra í góðu veðri.
Ég setti mér tvö verkefni sem skildi vinna í þessu fríi mínu. Annarsvegar að taka til í íbúðinni, sem hefur ekki verið þrifin frá því stuttu eftir að skóla lauk og fara í klyppingu. Hvorugt hefur gerst enn sem komið er. Veðrir er bara allt of gott til að hanga í kjallaranum og taka til og ég fékk ekki tíma í hárdæmi fyrr en á morgun. Svo var ég að kaupa mér ný sólgleraugu, sem er svosem ekki frásögum segjandi, nema að þetta eru hvorki meira né minna en Oakley. Ákvað að gefa ray gamla frí frá aðdáun minni og tolla bara í tísku með stæl. Og það kostar. Svo á morgun verð ég uber svalur með nýtt hár og ný gleraugu. Kanski að maður setji á sig smá spíra og sjá hvort kvennfólkið kemur ekki bara hlaupandi.

Að öðru. Á mánudaginn komandi hefst skólinn. Það eru eflaust margir sem horfa með kvíða að þessum tímamótum á hverju ári, ekki ég. Alls ekki í sumar. Það er eins og vera laus undan fleiri tonna fargi að vera hættur að vinna. Stressið farið í bili og enginn 14 tíma böðulsháttur. Bara mæta helst fyrir hádegi og ráða svo egin hraða. Svo lengi að maður klári öll verkefni. Skólinn er ljúft líf þó hann sé vissulega orkufrekur. En þar er stressið mest í kringum prór, í vinnunni var það á hverjum degi eftir hádegi og fram yfir kvöldmat. Og jafnvel meira en í prófum.

Nú ætla ég að sleikja sólina í 30 stiga hita hér heima með nýju gleraugun mín, ber að ofan, hár og fagur og fíla fríið.

Sólberið kveður að sinni.