29.8.06

Skólablogg

Jamm og já.
Það er eihvernveginn auðveldara að blogga á kaffihúsi. Maður er hvort eð er bara að tsjilla og það er best með skrifunum. Ekki að ég hafi eitthvað að segja. Síðustu dagar hafa verið algerlega tíðindalausir. Skólinn að komast á skrið og ég er engann veginn kominn í lærigírinn. Reiknigenið í mér er frekar slapt og startarinn bilaður. Þetta er samt ágætt þar sem það er orðið nokkuð ljóst að ég er ekki í neinum tímum á föstudögum þessa önnina. Reyndar á kostnað þess að fimmtudagar eru hell, en það er þess virði held ég. Samt mættu flestir á föstudaginn til að vinna verkefni sem er ágætt. Maður getur sleppt því að læra fram á kvöld alla daga og átt föstudaginn uppá að hlaupa, eða verið þreittur og þunnur ef því skiptir. Það sem mönnum datt fyrst í hug var að nú höfum við enga afsökun til að sleppa öllum vísindaferðunum sem er vel þar sem við vorum til skammar síðasta vetur og fengum bágt fyrir í bekknum vegna lélegra mætinga. Menn verða að sinna þessum ransóknum fyrst maður er nú kominn í þetta háskólanám. Og stefna HR er að vera með fremstu háskólum á sviði rannsókna. Skál fyrir því.

Er með nýtt orð. Það á að koma í veg fyrir Sambýlingur, meðleigjandi o.s.fr.v. Orðið er Sambúi sem á vel við. Þetta orð var í boði Mömmu.

Svo endilega ef einhver veit um gefins íbúð eða lotto miða með vinningi á látið mig þá endilega vita.

Engin ummæli: