21.9.06

Heilsublogg

Kanski svona ekki óheilbrigt blogg frekar en heilsu.
Skrítið með vélritun að á síðustu misserum er ég farinn að víxla stöfum frekar mikið. Svona eins og að skrifa heislu og vílxa. Þetta er stöðugt að koma fyrir mig sem hægir verulega á öllum mínum skrifum og er alger viðbót við aðrar algengar stafsetningavillur hjá mér. Svo er það líka þannig að ég er stöðugt að glósa í stærðfræðiforriti svo ég er alltaf að íta á ctrl takkan í stað shift sem ruglar mig enn meira. En ég hef svosem ekkert gefið mig út fyrir að vera neinn snillingur svo þetta er líklega allt í lagi.

Mig langar að benda fólki sem þetta les á hversu gríðarleg hetja ég er varðandi heilsu mína. Það er nefnilega þannig að ég er búinn að vera hel duglegur að mæta í ræktina. Sem gerist reglulega í smá tíma í einu en þar sem ég er að skjalfesta þetta núna verð ég að halda því áfram. Í sumar missti ég einhver 7-8 kg í vinnunni vegna stress og mikillar erfiðisvinnu og ákvað að ná mér ekki í þau aftur. Það er að ganga mis vel þar sem ég er orðinn 5 kg þyngri en þegar ég byrjaði. Held að það sé útaf vökva og vöðvasöfnun og spekkið fari þegar meiri þjálfun næst. Það bara verður að vera svoleiðis. En ég setti mér ekki létti takmark heldur lyfti takmark. Ætla að ná fyrra marki að pressa 100 um áramót og 120 í vor. Lítið takmark en nóg fyrir mig í bili. Svo kemur létting sem bónus.

Nú sit ég á Amokka og sötra kaffi og var að skipuleggja annað kvöld þar sem við ætlum að hittast nokkrir félagar sem höfum haldið sambandi síðan í grunnskóla. Ég, Emmi, Viffi, Kjartan, Óli og Sæmi. Sæmi er svona tvísýnt þar sem ég er í minsta sambandinu við hann og hef ekki númerið (Emmi reddar því) en hinir ætla að mæta. Glaumur og gleði það.

Skólinn er kominn á fullt og gengur misjafnlega. Menn eru með áhyggjur vegna stærðfræðinnar þar sem það er búið að breyta áfanganum svolítið og nýjar áherslur komnar. Það sem sagt kallar á að maður verður að mæta í tíma í fyrsta sinn. Svo er það vélhlutafræðin sem enginn er að ná og stór verkefni þar framundan.

Orðið nóg í bili. Heilsuberið kveður að sinni. Lifið heil.

1 ummæli:

Skoffínið sagði...

ojojojooj þarft að fá þér word verification my friend til að losna við spamið sem er að banka að dyrum hjá þér. Ég var öfga spennt að lesa nýtt comment en nei....bara ruslsending.....iss

saknaði þín massíft í partýinu á laugó

ble Eva