Var að vellta því fyrir mér hversu mörgum fjölbýlishúsum þú kemur fyirr á Ægissíðunni, Miklatúni, Öskjuhlíðinni, Hljómskálagarðinum eða á þeim stöðum sem ónýtar og vondar byggingar standa. Hendurm frekar mikilvægustu samgöngumiðstöð landsins og byggjum meiri umferðar mannvirki sem útséð er með að ráða ekki við aðsteðjandi vanda þar sem órökrétt er að áætla að allir íbúar þessa svæðis komi til með að ganga eða hjóla allann ársinns hring til og frá vinnu. Það er líka algerlega fáránlegt að gera ráð fyrir að allir hverfirsbúar vinni í göngu færi.
Eruð þið fávitar???
20.3.08
BlehBlog
Birt af Galdraber kl. fimmtudagur, mars 20, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
„Fear is the path to the dark side. Fear leads to anger. Anger leads to hate. Hate leads to suffering. I sense much fear in you.“
Mig langar að heyra hvað fólk sem sér máli ekki einhliða hefur að segja ef það er til.
Mig langar að heyra hvað fólk sem sér máli ekki einhliða hefur að segja ef það er til.
Hæ ... athugasemdin mín er ofurlítið á ská, ætlaði fyrst að segja „I sense much anger in you“ en það reynist ekki vera rétt haft eftir. Svo að ég setti réttu tilvitnunina inn, en þá er hún dálítið út úr kú. Meiningin var náttúrulega að gera góðlátlegt grín að reiðinni þinni. En bara góðlátlegt.
Ég sé málið ekki einhliða, skil sjónarmið beggja hliða og skortir alveg tilfinningahita („Eruð þið fávitar???“) á hvorn veginn sem er. Ég hallast frekar að því að flugvöllurinn fengi að vera, og rækt yrði lögð við gamla miðbæinn í stað þess að búa til nýjan. Kannski er sú skoðun lituð af eigin hagsmunum, þar sem ég bý í miðbænum, hef síður en svo ama af flugvellinum, og þykir ekkert sérstaklega miður að eignin mín vaxi í verði vegna umframeftirspurnar. Í öllu falli brenn ég ekki af metnaði fyrir hvorri niðurstöðunni sem er.
Svo er þetta nú í mesta lagi næstmikilvægasta samgöngumiðstöð landsins. Við förum ekki í pakkaferðirnar okkar á sálarörenda sólarströnd frá Reykjavíkurflugvelli.
Fyrir gefðu Gunnlaugur. Þessu með einhliða var ekki beint að þér. Ég er með frekar sterka einhliða skoðun og eftir að hafa lesið rifrildi sem eiga sér stað á netinu get ég orðið pirraður.
Ég glotti út í annað þegar ég las athugasemdina þína og tók því eins og því var ætlað.
Skrifa ummæli