24.4.08

MontBlogg


Já undur og stórmerki hafa gerst. Snáðinn er kominn á mótorhjól. Ég hef verið á leiðinni að framkvæma þetta síðan ég var á 4. ári í menntó held ég, en það var þá sem ég átti síðast hjól. Það var ekkert í líkingu við þetta sem nú prýðir planið hér heima, heldur 350cc Yamaha XT sem burraði mér í tíma (yfirleitt aðeins of seint) í þá daga.
Núna stendur 2005 model af Yamaha MT-01 á planinu, hverfinu öllu til sóma. Þetta er hel-magnað hjól svo ekki sé meira sagt. 1700cc. 90hp. 150Nm, 60kw. 259kg. rosa maskína og ekkert smá gaman að vera úti að hjóla þessa daganna. Reyndar verð ég að viðurkenna að það er stórt stökk frá 350cc fyrir helling af árum síðan og upp í 1700cc í dag. Það tók mig slatta tíma að "læra" að hjóla þessum grip. Það er alveg sama hvað ég sný uppá rörið það er alltaf meira eftir í rokknum.
Nú er bara að vona að veðrið verði hjólhæft á næstunni. Það er nú einusinni komið sumar á almanakinu.

Gleðilegt sumar.

12.4.08

BenZinblogg

Ég er ekkert minna svektur yfir brjálæðislegu eldsneytisverði en allir aðrir. Allir er fúlir. Krónan stendur sig ekki og félögin verða bara að koma á móts við heimsarkaðsveðrshækkannir. Eða eitthvað... Til að fólk átti sig á hversu mikil áhrif svona hækkannir með extra enni hafa á fólk þá má benda á eitt dæmi um hvernig viðskiptamaðurin sér þetta.
Flughermir Flugskóla Íslands er alfarið rafknúið tæki sem hefur alla tíð notað sömu orku viku til viku. Svo hækkar eldsneytisverð og þá hækkar verðið í herminum. Flugnemar sem sagt þurfa að borga meira fyrir rafknúna flugvél eins og hún væri bensínknúin. Nema án þess að fara á loft og fljúga. Það nemur fáránlega mörgum prósentum hvað þetta skiptir máli í námi flugnema. En... það skiptir engu máli viðkomandi fá sitt. Flugnám skal vera arðsemisstarfssemi en ekki köllun.