24.4.08

MontBlogg


Já undur og stórmerki hafa gerst. Snáðinn er kominn á mótorhjól. Ég hef verið á leiðinni að framkvæma þetta síðan ég var á 4. ári í menntó held ég, en það var þá sem ég átti síðast hjól. Það var ekkert í líkingu við þetta sem nú prýðir planið hér heima, heldur 350cc Yamaha XT sem burraði mér í tíma (yfirleitt aðeins of seint) í þá daga.
Núna stendur 2005 model af Yamaha MT-01 á planinu, hverfinu öllu til sóma. Þetta er hel-magnað hjól svo ekki sé meira sagt. 1700cc. 90hp. 150Nm, 60kw. 259kg. rosa maskína og ekkert smá gaman að vera úti að hjóla þessa daganna. Reyndar verð ég að viðurkenna að það er stórt stökk frá 350cc fyrir helling af árum síðan og upp í 1700cc í dag. Það tók mig slatta tíma að "læra" að hjóla þessum grip. Það er alveg sama hvað ég sný uppá rörið það er alltaf meira eftir í rokknum.
Nú er bara að vona að veðrið verði hjólhæft á næstunni. Það er nú einusinni komið sumar á almanakinu.

Gleðilegt sumar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með gripinn!!

Held þú hafi bara bætt á þig fleiri töffarastigum við þetta! :o)

Knús frá Amsterdam!