Það er víst ekki allt eins gefið í þessum heimi og maður vildi að það væri. Eins og hamingjan var mikil í síðasta pósti þá er efinn farinn að taka við. Nú er búið að segja mér upp eins og líklegt var þó vonin hafi verið að nú væri allt komið í rétt horf. Þannig er nú það bara. Vonandi að eftir veturinn að félagið verði komið á réttan kjöl og að þetta verði síðasti veturinn sem maður þarf að vera með allt á bremsunni og geti þá farið að plana meira ein 2 mánuði fram í tímann.
Það sem er næst á dagskrá er að finna vinnu úti í heimi í vetur og vonandi lengur ef jobbið er gott. Þá er möguleiki á að það taki við framtíðarstarf þegar og ef maður kemur heim.
17.6.08
Loftblogg
Birt af Galdraber kl. þriðjudagur, júní 17, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli