Jæja það er komið að því. Kreppan er komin.
Ég er því miður einn af þeim sem er að lenda í miðjunni á þessu öllu. Búinn að missa draumavinnuna og með það staðfest að ég verð ekki ráðinn fyrr en í fyrstalagi 2010. Þegar það loks gerist er ég líklega kominn aftur í þann pakka að missa vinnuna aftur á veturna svo líklega heft mitt líf sem venjulegur borgari fyrr en 2012 og þá er snáðinn enginn snáði lengur. Nær fertugu en hættulaust er. Hugsið ykkur að það taki 12 ár að komast í fast starf sem flygill. Ég get í raun verið sáttur við að búa í smá kjallara íbúð og ekki fengið jákvætt svar við kaupum á íbúð hingað til. Þá fyrst væri ég í vandræðum. Reyndar skulda ég eitt mótorhjól, sem ég sel ekki fyrr en mér verður hótaður dauði, og einn jeppa, sem því miður er að hluta til tekinn á evrum. Nú er bara að sætta sig við " ósjálfstæðið " og ná að borga reikningana í 2 ár.
Reyndar er planið að halda áfram með námið, véltæknifræði, sem gæti verið svar við óreglulegri vinnu við flögrið og þar með jafnvel aukið tekjur seinna meir. En fyrir mann á fertugsaldri og kvennlaus að auki er varla hægt að hugsa sér að hægt sé að þola mikið meira af höggum.
Jú... ég er vissulega atvinnulaus og blankur en nú horfir í að ég þurfi að selja eitt af börnunum mínum. Ég á eins og ég sagði Motorhjól, Yamaha MT-01 (sem ég sel ekki nema einhver hóti glóðheitum járnkarli í augað á einhverjum sem ég elska meira en hjólið), jeppa sem ég er að reyna að halda lífi í og á við verulega hjartagalla að stríða og er lítils virði og svo eignarhlut í flugfélaginu Geirfugli. Líklega er það Geirfugl sem tapar. Hugsið ykkur.... selja flugvélarnar mína... Þá er verið að taka af mér útlim. Nei þá er verið að taka af mér útlim og allt nema mænukilfuna. Ég líklega held allri líkams starfsemi gangandi en ég verð lífandi lík.
Nei ég verð frekar lifandi lík á hjólinu en hitt. Bíllinn fer fystur ef ég fæ eitthvað fyrir hann. Stræto kemur mér á milli staða ef það er vetur og hálka. Svo flugvélarnar. Ég fæ þá allavega að fljúga sem flugkennari sem er gaman. Hjólið.... Bara reyndu að taka það af mér og ég berst til dauða.
Saman tekið. Ég eignas kanski líf 2012. Það er ólíklegt að ég heilli kvennheiminn með 36 fm íbúð og óráðinni framtíð á næstunni. En ég kem sterkur inn eftir 4 ár.
8.10.08
Kreppublogg
Birt af Galdraber kl. miðvikudagur, október 08, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli