29.1.05

jahérna hér!

Jæja allir sem þetta lesa! News flash!
Ég hef eftir nánast engar ransóknir komist að því að það eru hvorki meira né minna en Arnar og Bjarki, drauma synir íslenskrar knatspyrnu, sem eiga Hverfisbarinn. Ekki nóg með það, heldur er þriðji aðili. Maðurinn sem talinn var líklegastur fyrir brottvísun minni þaðann er víst búinn að selja sinni hlut og það töluvert áður en umræddur viðburður átti sér stað. Ég get ekki sagt að ég hafi lagt nákvæmt útlit gauranna á mynnið sem settust og hentu drasli félaga minna í gólfið, og síðar hent mér út. Enda taldi ég það ekki koma málinu við þegar ég var að spyrja þá af hverju þeir vildu svona ákaflega henda dóti félaga minna í gólfið og / eða sitja á því. Þessir tvíburar eru víst ekki svo slæmir. Hvort þeir voru þarna eða ekki skiptir ekki máli. Hvort þriðji aðili hafi verið þarna eða ekki, skiptir ekki heldur máli. Sá sem ég frétti að væri þeirra verstur, fjórði aðili sem seldi sinn hlut, er víst ekki al slæmur. Ég legg áherslu á AL. Hann er víst fínn í dag. Búinn að koma sér inn í 2 aðra staði í dag sem eru alveg prýðis.
Það var einhver sköllóttur djöfull í sófanum þegar ég var rekinn út og það kann vel að vera að það hafi verið annarhvor tvíburanna. En ég get ekki fullyrt það. Þetta fer ennþá í taugarnar á mér og ég er ennþá að velta þessu fyrir mér. Kanski eru fleiri að velta svipuðum hlutum fyrir sér. Og hver veit nema slæmt umtal hafi slæm áhrif á skemmti staði. Hver veit. Ekki ég... En ég meina... kommon... ég er ekkert að dissa staðinn þó mér sé illa við hann er það??? Eigendurnir koma aldrei til með að biðja mig afsökunnar svo ég kem ekki til með að fara þangað aftur, en skiptir það þá einhverju máli??? Þeir vilja mig greinilega ekki þarna hvort eð er.

Aldrei gleyma hinni góðu og gildu setningu Botnleðju: Fólk er fífl. Persónulega held ég bara að sumir séu mun meira fólk en aðrir. (ekkert mjög stolið frá Animal Farm)

Bara út með það...

15.1.05

Hverfisbarinn

Ef einher sem ég þekki vogar sér að láta sjá sig á hvefrisbarnum tala ég ekki aftur við viðkomandi.

Ágætis staður þangað til að eigendurnir láta sjá sig. Ég spurðist aðeins fyrir um þá og komst að því að þeir eru víst almennt talið hálfvitar. Allavega 2 af 4. Ég var í fyrsta skipti rekinn út af stað á ævinni í kvöld. Ég sat og var að tala við vinkonu mína þegar 3 dyraverðir komu og "fylgdu mér út" . Það komu gaurar og báðu mig að fylgja sér, sem og ég gerði, og ég spurði hvort það væri verið að fylgja mér út. "já" sagði gaurinn. "af hverju" spurði ég eins og auli. "Af því að eigendurnir vilja það"... Ja hérna.... Annaðhvort sárnaði einhverjum þegar ég settist í sætið mitt þar sem föt og dót félaga minna var eða að þeir voru eithvað ósáttir við að ég var að tala við myndarlega stelpu en ekki þeir. Allavega vona ég að enginn sem þetta les fari þangað því að ef enhver gerir eithvað sem eihverjum líkar ekki þá er honum hent út. Veit ekki meir.

Ef einhver lætur sér detta í hug að losa okkur mannverurnar við þetta fólk... verð ég ekkert fúll. Hvet alls ekki til þess,,,,

En færi ekki að gráta. Þeir hafa víst lagt mörg líf í rúst í gegnum tíðina.

4.1.05

Gleðilegt ár!

Það er með ólíkindum hvað frí eru alltaf fljót að líða. Nú eru jólin bara búin. Það hefur reyndar verið óvenju mikið að gera hjá mér þessi jól en engu að síður finnst mér ég eithvað svikinn.
Þessi jólin hóf ég á að fara í skurðaðgerð á nefi til að opna vinstri nösina á mér, sem leiddi til þess að ég fann ekki mikið bragð af öllm kræsingunum svona þegar ég hafði list. Eftir þetta hafði ég einn dag til að koma jólunum í hús hjá mér sem rétt hafðist nema að þrifin þurftu aðeins að bíða. Svo var vinna á þorlák sem var bara fínt. Annann í jólum var ég mættur í flughermi í tvöfaldann tíma í MCC svo ég var þar í nálægt 12 tíma með smá pásu. Það var gaman en tók á þegar maður er lítið sem ekkert búinn að fljúga blyndflug í fleiri ár. Svonna var þetta í 4 daga og alltaf vinna á eftir. Farinn að heiman kl 700 og kominn heim kl 2300. Mikið að gera en gaman. Það geta verið dotlið skemmtilegar svona rispur. Svo allavega er þetta bara allt búið.

Reyndar er eitt sem gerði þetta að einna bestu jólum í heimi. Nýja rúmið mitt. Þegar ég kom heim af spítalanum beið nýtt risa rúm í svefnherberginu mínu. Svo núna get ég andað með öllu nefinu og sofið á alvöru rúmi. Þetta er enginn smá munur.

Óska öllum gleðilegs árs...