4.1.05

Gleðilegt ár!

Það er með ólíkindum hvað frí eru alltaf fljót að líða. Nú eru jólin bara búin. Það hefur reyndar verið óvenju mikið að gera hjá mér þessi jól en engu að síður finnst mér ég eithvað svikinn.
Þessi jólin hóf ég á að fara í skurðaðgerð á nefi til að opna vinstri nösina á mér, sem leiddi til þess að ég fann ekki mikið bragð af öllm kræsingunum svona þegar ég hafði list. Eftir þetta hafði ég einn dag til að koma jólunum í hús hjá mér sem rétt hafðist nema að þrifin þurftu aðeins að bíða. Svo var vinna á þorlák sem var bara fínt. Annann í jólum var ég mættur í flughermi í tvöfaldann tíma í MCC svo ég var þar í nálægt 12 tíma með smá pásu. Það var gaman en tók á þegar maður er lítið sem ekkert búinn að fljúga blyndflug í fleiri ár. Svonna var þetta í 4 daga og alltaf vinna á eftir. Farinn að heiman kl 700 og kominn heim kl 2300. Mikið að gera en gaman. Það geta verið dotlið skemmtilegar svona rispur. Svo allavega er þetta bara allt búið.

Reyndar er eitt sem gerði þetta að einna bestu jólum í heimi. Nýja rúmið mitt. Þegar ég kom heim af spítalanum beið nýtt risa rúm í svefnherberginu mínu. Svo núna get ég andað með öllu nefinu og sofið á alvöru rúmi. Þetta er enginn smá munur.

Óska öllum gleðilegs árs...

1 ummæli:

Skoffínið sagði...

Nú vantar bara einhverja til að anda óstjórnlega á (með nefinu en án hors því það væri subbulegt og ekki þér til framdráttar)
Er það góð Íslenska að skrifa setningu og svo helmingi meira í sviga á bak við.