8.1.06

Hvað gerist næst?

Jólin liðin og nýtt ár að hefjast. Þetta voru ágæt jól þó þetta hafi verið lítið frí. Ég kláraði endurtekningaprófin á föstudag og fór í pool með bekkjarfélaga mínum til að fagna. Þetta var eiginlega áramóta jammið mitt þar sem ég var að læra bæði á gamlársdag og nýársdag. Það borgar sig ekki að vera að taka próf á mörgum stöðum í einu.
Á aðfangadag gaf ég mömmu frí frá eldamennsku og sá í fyrsta skiptið alfarið um matinn. Eldaði eðal nautasteik með alvöru sósu og bökuðum kartöflum. Sósan var málið. Notaði Hreindýra soð í grunninn og lagaði með góðum kryddum og öðru sem sem ekki tekur að telja upp. Þetta var gaman.
Annars endaði árið ekki vel hjá mér með endurtekningaprófum og falli á inntökuprófi hjá Flugleiðum. Nýja árið hófst betur með prófum sem gengu betur og mun betra inntökuprófi hjá Flugfélagi Íslands. Nú er bara að bíða og sjá.

1 ummæli:

Skoffínið sagði...

Mér finnst glatað að þú sért ekki með link á mig úr blogginu þínu. Ég vil linka núna takk!!

www.evahronn.blogspot.com

og þetta líka ef þú vilt, hún er alveg að verða tilbúin

www.wambam.biz

Tak og bles
Eva