26.10.04

Tómur!

Ég held ég sé að fara á taugum þessa daganna. Það bara er ekki tilfinning sem venst. Ég er búinn að vera að reyna að venjast þessu ástandi en gengur illa. Skólinn heimtar endalaus skil verkefna með 1-2 próf í viku, það eru örfáir virkir dagar í prófin, bankinn heimtar endalausar greiðslur á reikningum, júróið er farið að standa í hótunum, síminn er farinn að standa í hótunum, ég er að falla á tíma með starfsumsóknir í flögrið, það er búið að loka debetinu hjá mér, ég er á leiðinni á námskeið sem tekur flest kvöld hjá mér, ég þarf að taka stöðupróf í fluginu, taka rosa lán til að eiga möguleika á vinnu og kominn í hlutastarf með skólanum. Núna langar mig í vellaunað frí. Bara rjúka af stað eithvert og liggja í leti.

Eva mín! Það er gaman að halda þér forvitinni. En ég er búinn að segja þér þetta.

Hvað er ég búinn að vera að gera...? Jah! Það var alveg hörkufjör hjá okkur gaurunum á föstudaginn þega stærrihluti Koníaksklúbbsins Lolla mætti til Hauna og át læri af ungu lambi. Ketið var stórkostleg, vínið gott, viskíið frábært og bjórinn svalandi. Nú geta menn bara séð fyrir sér hvernig kveldið fór. Að mestu leiti vel held ég. Nú er reyndar komið að pásu á hinu ljúfa lífi og stefnan tekin á skóla og vinnu langleiðina að áramótum. Það er fjárhagslega hollt og andlega auðgandi. (vona ég).

Berið út...

23.10.04

Laugardagar meiða mig eftir erfiða föstudaga.... Auk þess langar mig í loftið.

16.10.04


Helvítis síminn. Posted by Hello

Bloggidí blogg...

Það jafnast ekkert á við góðann morgun mat eftir hádegið á laugardögum. Ég tók tví reyndar samt frekar rólega í gær. Ekkert djús eða neitt. Bara uppsöfnuð leti og gott útsof að brjótast út og það er frááábært.

Nú ætla ég að taka það fram að ég er hundfúll þó mér líði bara nokkuð vel. Hundfúll er að vissu leiti mitt náttúrulega ástand. Ég nefnilega sé fram á að verða ekki ráðinn til að flögra um loftin blá, á nýlegri þotu í eigu einhvers sem var held ég að kaupa flugleiðir, alveg á næstunni. Neibb! Málið er að fátækir námsmenn eiga ekki séns á að ná sér nauðsinleg réttindi af því að það er stöðugt verið að bæta við nauðsinlegum réttindum. Og þeir sem hafa hugsað sér að fara alla leið með þetta verða annað hvort að eiga vel stæða foreldra, eða selja ofanaf ekkert vel stæðum foreldrum sínum og setja allt hiskið á götuna til að eiga "kanski möguleika". Því það er jú ekkert gefið í þessu. Það er talað um að menn eiði 2,5 millum til að taka réttindi á einhverja flugmaskínur til að auka möguleikana. ATH! AUKA möguleikana. Það segir samt ekki að viðkomandi fái vinnu. Kanski var hann/hún bara að auka við skuldirnar næstu 20 árin og gera útum það að geta fjármagnað annað nám ef þetta klikkar. Heildar kostnaður getur með góðu móti risið vel yfir 5 millur í það heila og mun meira ef það á að ná í öll "æskileg" réttindi. Ég nefnilega þarf að punga út 500.000kr að lágmarki til að fá ekki umsóknirnar mínar sendar óskoðaðar til baka. Námskeið sem var ekki til þegar ég lærði hér um árið. Svo þarf ég að endur nýja önnur réttindi sem ég hef verið að trassa soldið vegna fjárskorts en kanski ég fyrirgefi það þar eð ég vissi af þeim kostnaði áður en ég hóf námið. Það kom ekki á óvart. En! Þarna sjáiði... ég má, get, á og ætla að vera soldið pirraður.
Það er annað sem er að fara í taugarnar á mér (reyndar mikið meira en bara "annað" en ég ætla ekki að telja það allt upp). Síminn minn er bilaður. Ég þoli ekki að vera með bilaðann síma. Þessvegna lét ég gera við hann síðast þegar hann bilaði fyrir litlar 11000kr. HaH! ekki nema. Nú er hann bilaður aftur og af sömu ástæðu, það steig einhver á hann. Skjárinn er brotinn (þ.e. innri skjárinn). Hugsiði ykkur mar! Það er dýrara að gera við skjá á einum nokia síma en að kaupa nyjan Ericson með jafn góðum skjá. Þetta er bara kjánalegt. Það sem er að fara í taugarnar á mér er einmitt að ég hef einhverjar taugar til þessa síma. Mig var búið að langa í hann lengi áður en ég eignaðist hann og er núna búinn að eiga hann lengi og langar ekkert í annann. Svo ætla "ÞEIR" (þessir helvítis þeir) að neyða mig til að kaupa nýjann síma af því að það er ódýrara en að halda mínum gamla góða gangandi.
Ég gæti sagt ykkur frá síðasta föstudagskveldi en ætla að sleppa því að mestu. Það var bjórkvöld hjá skólanum og ég drakk mikinn bjór. Sem er ekki frásögum færandi þar eð ég á ekki í neinum vandræðum með svoleiðis lagað. Ég bara meika ekki sterkt. Það hraðar ferð minni svo inn í næsta heim að ég hef enn blússandi púls þegar ég mæti þangað og er sendur til baka með slæmann höfuðverk og skömm næsta dag. Og bekkjarfélagi minn ákvað að staup væru akkúrat málið þetta kvöld. Ég einhvernveginn komst hjá því að valda mér og að ég held öðrum skaða og endaði ekki sofandi bak við tunnu einhversstaðar. (það hefur reyndar aldrei gerst en það er gaman að segja frá því). Það sem gerðist aftur á móti var að ég skemmdi símann minn. Og fór að ræða mál sem á ekki að ræða.

Mér dettur í hug hvort ég geti ekki kvartað yfir kvennfólkinu í THÍ í næsta bloggi...

Berið út.

5.10.04


Gaurinn á Grímsfjalli Posted by Hello

Smá sonna...

Það liggur eithvað í loftinu þessa daganna. Eithvað þungt. Ég er ekki að komast á fætur og hef ekki minstan áhuga á að skríða framúr í þessari síðustu dagskýmu sem eftir er á árinu. Bölvað skammdegið er að ná yfirhöndinni á annars ágætu sumri. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er fjári feginn að vera í skóla en ekki að vinna. Allavega ekki að vinna úti í rokrassgatinu sem er búið að blása yfir okkur að undanförnu. Það er sossum nóg að gera og helgin fór í að klára verkefni sem tók meira á en römmustu fyllerí. Væri alveg til í að skrifa eithvað brill en hausinn er dofinn og gengur ekki á nema í besta falli 50% afköstum. Sem væri allt í lagi ef ég væri afspirnu vel gefin þegar ég er 100%. Ég hef lent í því tvisvar í haust að mæta í öfugri skirtunni eða peysunni úthverfri sem er lýsandi fyrir hversu vaknaður ég er á leiðinni í skólann. En til allrar hamingju þá hefur mér tekist að vekja kátínu hjá bekkjarfélögunum með þessu og eins og allir vita þá eru kjánar til að hlæja að þeim.

Nú ætla ég að bruna og reyna að selja bíl félaga míns. Sem ég veit ekki alveg hvernig gengur fyrir sig þar sem hann er ekki á landinu. En...

Berið út.