5.10.04

Smá sonna...

Það liggur eithvað í loftinu þessa daganna. Eithvað þungt. Ég er ekki að komast á fætur og hef ekki minstan áhuga á að skríða framúr í þessari síðustu dagskýmu sem eftir er á árinu. Bölvað skammdegið er að ná yfirhöndinni á annars ágætu sumri. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er fjári feginn að vera í skóla en ekki að vinna. Allavega ekki að vinna úti í rokrassgatinu sem er búið að blása yfir okkur að undanförnu. Það er sossum nóg að gera og helgin fór í að klára verkefni sem tók meira á en römmustu fyllerí. Væri alveg til í að skrifa eithvað brill en hausinn er dofinn og gengur ekki á nema í besta falli 50% afköstum. Sem væri allt í lagi ef ég væri afspirnu vel gefin þegar ég er 100%. Ég hef lent í því tvisvar í haust að mæta í öfugri skirtunni eða peysunni úthverfri sem er lýsandi fyrir hversu vaknaður ég er á leiðinni í skólann. En til allrar hamingju þá hefur mér tekist að vekja kátínu hjá bekkjarfélögunum með þessu og eins og allir vita þá eru kjánar til að hlæja að þeim.

Nú ætla ég að bruna og reyna að selja bíl félaga míns. Sem ég veit ekki alveg hvernig gengur fyrir sig þar sem hann er ekki á landinu. En...

Berið út.

Engin ummæli: