Eins og kom fram í síðustu færslu hjá mér þá verð ég aftur að játa það hversu feginn ég er að það er að koma helgi.
Ég fór í vikunni á Players, sem er svosem ekki neitt tiltöku mál, nema að þetta var á þriðjudegi og vegna þess að það var fótbolti í beinni. Hah! Ég og fótbolti. Ekki bestu vinir.
Það var leikur í evrópukepninni að ég held og M.U. voru að spila við eithvað lið sem ég get ekki einusinni borið fram hvað heitir, og hef mynstann grun um hvaðan er. Mágur minn vildi kíkja þar eð hann var í bænum svo ég sló til. Og viti menn... Jú ég skemmti mér bara vel. Fékk mér einn gulan og horfði á nærri heilann leik( missti af fyrstu mínútunum). Það sem mér fanst svo magnað var að húsið var troð fullt. Það voru 2 leikir í gangi en mér er sama. Það var þriðjudagskvöld og fleiri hundruð gaura, kalla og annara kjána (þar með talinn ég) voru að sötra öl og skemmta ser yfir boltanum. Ég fór aðeins að líta í kringum mig og sá að þetta voru að mestu alveg gallharðir aðdáendur M.U. og enginn þeirra virtist hafa hugmynd um hvaða lið var verið að spila við. Sannir íþrótta garpar þarna á ferðinni. Og ég eginlega var hálf feginn að fá að taka þátt í múgsefjuninni. Ég var reyndar litinn hornauga þegar ég bölvaði yfir því að boltinn fór í stöngina hjá United en ekki inn, þ.e. hitt liðið skoraði næstum. Það má greinilega ekki óvart kvetja rangt lið. Mér varð hugsað um spurningu á einni síðu: stundaru eða fylgistu með íþróttum?. Soldið skondið að hvorttveggja flokkar mann sem sportista. Þessir sportistar þarna á players mega líklega fæstir ferðast hraðar en á rölti. Margir þeirra ættu allavega ekki að stunda neitt líkamlega erfiðara en skák. En þeir eru samt sportistar og þar með ég. Ég horfði á fóbolta leik og telst þessvegna sem íþróttamaður. Einhverntímann verður þetta flokkað undir keppnisgrein. Hver fagnar best? Hver getur lýst leiknum best eftirá þrátt fyrir allann bjórinn sem hann drakk? Og ef það er ekki virkur dagur daginn eftir, hver man eftir seinni hálfleik?
Berið út
30.9.04
Blogg, blogg, blogg!
Birt af Galdraber kl. fimmtudagur, september 30, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hálfleikur??? hvað er það?
Ég hef heyrt um holleik en aldrei um hálfleik!!!
föstudagur - idol - rigning
------------EvaSlef------------
Skrifa ummæli