Það er enginn maður með mönnum nema að vera með bloggsíðu svo ég ætla að taka þátt í þessu.
Það er föstudagurinn 17. sept. og mér líður eins og á slæmum mánudegi. Svosem nóg að gera þessa daganna og orkan farin að þverra svona seinnipart vikunnar. Ég var að vinna á kaffihúsinu frá hádegi í dag of um kl 1800 hringdi í mig maðurinn sem reddaði mér akstursvinnunni og bað mig að fara á morgun með 5 túrista í Gullfoss, Geysir tour. Það er svosem gott og blessað nema að ég er núna klukkan 23:30 ekki enn kominn með bílinn sem ég er að fara með fólkið á. Hannes væri alveg til í að fara með á þessum bíl. Þetta er nýlegur eðalvagn með öllu á 38" dekkjum. Bensín bíll. Og ég á að fara með liðið svokallaða 1000 vatna leið sem ég hef aldrei farið og er einhverstaðar uppi á Hellisheiði. Þetta verður fínt mar.
Nú þegar ég er kominn með þetta af stað vona ég að ég komi til með að halda áfram að drita vitleysunni á netið fyrir alla að njóta.
17.9.04
Jahérna!
Birt af Galdraber kl. föstudagur, september 17, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli